Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 12:47 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira