Telur ljóst að öfgafemínismi skaði málstaðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2019 10:30 Óhætt er að segja að Kolbrún og Hildur sjái hlutina ólíku ljósi þegar kemur að jafnréttisbaráttu. Vísir Kolbrún Bergþórsdóttir, umsjónarmaður Menningar í Fréttablaðinu, leiðarahöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, segir svokallaða dólgafemínista mega hafa það í huga að ofstækisfull barátta skaði málstað fremur en að vinna honum gagn. Tilefni Kolbrúnar virðast vera gagnrýni Hildar Lilliendahl vegna fjölda fulltrúa af karlkyni á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn annars vegar og hins vegar leikur sem Hildur efndi til á Twitter þar sem fyrrverandi ráðherrum var stillt upp og spurt: „Ríða, drepa, giftast“.Kolbrún skrifar í leiðara sínum í dag að Hildur sé ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líki fái sá hinn sami yfirhalningu sem síðan sé yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.fréttablaðið/Sigtryggur„Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi,“ segir Kolbrún. Á hátíð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn var Helgi á meðal fjögurra ræðumanna, karlakór söng en engar konur komu fram.Ekkert tilefni sé til að ærast „Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála.“ Telur Kolbrún ekkert í orðum Helga þess eðlis að ástæða sé til að ærast yfir þeim. „Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns.“Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019 Steininn virðist hafa tekið úr, og orðið tilefni til skrifa Kolbrúnar, þegar Hildur birti þrjár myndir en á hverri mátti sjá þrjá fyrrverandi ráðherra. Deildi Hildur myndunum með orðunum „Ríða, drepa, giftast“. Í framhaldinu velja fylgjendur hennar, vilji þeir á annað borð taka þátt í leiknum, hverjum væri best að giftast, best að drepa og besta að ríða. Mætti kalla leikinn partýleik sem fólk fer í til að stytta sér til dæmis stundir á ferðalögum eða í gleðskap. „Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug,“ segir Kolbrún í pistli sínum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var spurður út í málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hildur starfar sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og var Dagur spurður hvort færslur á samfélagsmiðlum á borð við þá sem hér er til umfjöllunar væri í lagi hjá starfsmönnum. Dagur vildi ekki tjá sig um málið en velti þó fyrir sér hvort ekki væri um misheppnaðan brandara að ræða. Málið var rætt stuttlega í viðtalinu við Dag hér að neðan. Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir, umsjónarmaður Menningar í Fréttablaðinu, leiðarahöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, segir svokallaða dólgafemínista mega hafa það í huga að ofstækisfull barátta skaði málstað fremur en að vinna honum gagn. Tilefni Kolbrúnar virðast vera gagnrýni Hildar Lilliendahl vegna fjölda fulltrúa af karlkyni á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn annars vegar og hins vegar leikur sem Hildur efndi til á Twitter þar sem fyrrverandi ráðherrum var stillt upp og spurt: „Ríða, drepa, giftast“.Kolbrún skrifar í leiðara sínum í dag að Hildur sé ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líki fái sá hinn sami yfirhalningu sem síðan sé yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.fréttablaðið/Sigtryggur„Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi,“ segir Kolbrún. Á hátíð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn var Helgi á meðal fjögurra ræðumanna, karlakór söng en engar konur komu fram.Ekkert tilefni sé til að ærast „Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála.“ Telur Kolbrún ekkert í orðum Helga þess eðlis að ástæða sé til að ærast yfir þeim. „Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns.“Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019 Steininn virðist hafa tekið úr, og orðið tilefni til skrifa Kolbrúnar, þegar Hildur birti þrjár myndir en á hverri mátti sjá þrjá fyrrverandi ráðherra. Deildi Hildur myndunum með orðunum „Ríða, drepa, giftast“. Í framhaldinu velja fylgjendur hennar, vilji þeir á annað borð taka þátt í leiknum, hverjum væri best að giftast, best að drepa og besta að ríða. Mætti kalla leikinn partýleik sem fólk fer í til að stytta sér til dæmis stundir á ferðalögum eða í gleðskap. „Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug,“ segir Kolbrún í pistli sínum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var spurður út í málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hildur starfar sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og var Dagur spurður hvort færslur á samfélagsmiðlum á borð við þá sem hér er til umfjöllunar væri í lagi hjá starfsmönnum. Dagur vildi ekki tjá sig um málið en velti þó fyrir sér hvort ekki væri um misheppnaðan brandara að ræða. Málið var rætt stuttlega í viðtalinu við Dag hér að neðan.
Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira