Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó Lovísa Arnardóttir skrifar 1. maí 2019 10:00 Krakkaveldi heldur baráttufund í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins heldur Krakkaveldi, stjórnmálaflokkur krakka, baráttufund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa áhuga boðið að taka þátt í umræðum um stefnumál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnumálin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru loftslagsbreytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær.Finnst ykkur að flokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endilega,“ segir Eldlilja Kaja Heimisdóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í umræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sævar Helgi Bragason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Andri Snær Magnason. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eldlilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fallegt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eldlilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma annarrar í bekknum var að auglýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og ákvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ástrós Inga Jónsdóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokkinn hjá vinkonu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa áhuga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endilega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ástrós. Krakkaveldi eru samtök sem voru stofnuð í fyrra. Í samtökunum eru börn sem eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á samfélag sitt. Börnin eru á aldrinum 8 til 12 ára. Markmið Krakkaveldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar alvarlega. Krakkarnir í Krakkaveldi hafa hist reglulega frá stofnun samtakanna og skipulagt ýmsar aðgerðir síðustu viku til að vekja athygli á málum sem þeim þykja mikilvæg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Loftslagsmál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira