Fangelsin kaupa tóbak fyrir milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Verslunin Rimlakjör hefur verið starfrækt lengi á Litla-Hrauni. Þar eru föngum útvegaðar sígarettur. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun kaupir í hverjum mánuði töluvert magn af tóbaki af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem stofnunin svo selur föngum á kostnaðarverði. Fangelsismálastjóri segir verslanir fangelsanna ekki reknar í ágóðaskyni. Stofnunin kaupir tóbak fyrir mörg hundruð þúsunda í hverjum mánuði. Rafrettur verða þó sífellt vinsælli meðal fanga. „Við rekum verslanir í fangelsunum þar sem vistmenn geta keypt ýmsan varning sem áhugi er fyrir. Sígarettur eru vinsælar þó að verulega hafi dregið úr reykingum hefðbundinna sígaretta eftir að rafsígarettur komu á markað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um reikning sem birtist á vef Opinna reikninga á dögunum. Reikningurinn var fyrir „áfengi og tóbaki“ og hljóðaði upp á 790 þúsund krónur. Páll segir stofnunina að sjálfsögðu ekki kaupa áfengi fyrir fanga eða starfsmenn. Aðeins tóbak upp í pantanir fanga. Þegar viðskipti Fangelsismálastofnunar við ÁTVR eru skoðuð aftur í tímann á vef Opinna reikninga má sjá að stofnunin kaupir nokkurt magn tóbaks mánaðarlega. Það sem af er þessu ári hefur til að mynda verið keypt tóbak fyrir alls tæpar 3,7 milljónir króna. En aðspurður segir Páll þó stofnunina engar tekjur hafa af sölunni. „Verslanir fangelsanna eru ekki reknar með ágóða. Við reynum að eiga til það sem skjólstæðingar okkar óska eftir hverju sinni og það er breytilegt frá einum tíma til annars,“ segir Páll og því ljóst að sígaretturnar eru seldar á kostnaðarverði. Verslanir sem þessar eru reknar í fangelsunum á Sogni og Litla-Hrauni en í síðarnefnda fangelsinu er rekin hin þekkta verslun Rimlakjör. Þar er aðgengi að hinum helstu nauðsynjavörum ásamt mat en þar starfa jafnan tveir fangar ásamt starfsmanni fangelsisins.vísir/anton brink Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fangelsismálastofnun kaupir í hverjum mánuði töluvert magn af tóbaki af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem stofnunin svo selur föngum á kostnaðarverði. Fangelsismálastjóri segir verslanir fangelsanna ekki reknar í ágóðaskyni. Stofnunin kaupir tóbak fyrir mörg hundruð þúsunda í hverjum mánuði. Rafrettur verða þó sífellt vinsælli meðal fanga. „Við rekum verslanir í fangelsunum þar sem vistmenn geta keypt ýmsan varning sem áhugi er fyrir. Sígarettur eru vinsælar þó að verulega hafi dregið úr reykingum hefðbundinna sígaretta eftir að rafsígarettur komu á markað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um reikning sem birtist á vef Opinna reikninga á dögunum. Reikningurinn var fyrir „áfengi og tóbaki“ og hljóðaði upp á 790 þúsund krónur. Páll segir stofnunina að sjálfsögðu ekki kaupa áfengi fyrir fanga eða starfsmenn. Aðeins tóbak upp í pantanir fanga. Þegar viðskipti Fangelsismálastofnunar við ÁTVR eru skoðuð aftur í tímann á vef Opinna reikninga má sjá að stofnunin kaupir nokkurt magn tóbaks mánaðarlega. Það sem af er þessu ári hefur til að mynda verið keypt tóbak fyrir alls tæpar 3,7 milljónir króna. En aðspurður segir Páll þó stofnunina engar tekjur hafa af sölunni. „Verslanir fangelsanna eru ekki reknar með ágóða. Við reynum að eiga til það sem skjólstæðingar okkar óska eftir hverju sinni og það er breytilegt frá einum tíma til annars,“ segir Páll og því ljóst að sígaretturnar eru seldar á kostnaðarverði. Verslanir sem þessar eru reknar í fangelsunum á Sogni og Litla-Hrauni en í síðarnefnda fangelsinu er rekin hin þekkta verslun Rimlakjör. Þar er aðgengi að hinum helstu nauðsynjavörum ásamt mat en þar starfa jafnan tveir fangar ásamt starfsmanni fangelsisins.vísir/anton brink
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira