Ha, ég?! Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Ég hef áður sagt að siðanefnd Alþingis hafi í raun engan tilgang. Það erum við kjósendur sem dæmum um það hvort þingmenn eru siðlegir eða ekki. En nú er siðanefndin búin að úrskurða í málum nokkurra þingmanna. Kynferðisleg áreitni þingmanns Samfylkingarinnar er ekki brot á siðareglum en Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, braut gegn siðareglum þingsins. Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan. Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta. En það skemmtilega í málinu er að nú getum við hlakkað til að sjá úrvinnslu siðanefndarinnar á orðavaðlinum á Klaustri. Hvaða orð sem þar voru sögð falla undir málfrelsi þingmanna og hvaða orð gera það ekki? Gæti orðið gagnlegur listi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég hef áður sagt að siðanefnd Alþingis hafi í raun engan tilgang. Það erum við kjósendur sem dæmum um það hvort þingmenn eru siðlegir eða ekki. En nú er siðanefndin búin að úrskurða í málum nokkurra þingmanna. Kynferðisleg áreitni þingmanns Samfylkingarinnar er ekki brot á siðareglum en Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, braut gegn siðareglum þingsins. Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan. Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta. En það skemmtilega í málinu er að nú getum við hlakkað til að sjá úrvinnslu siðanefndarinnar á orðavaðlinum á Klaustri. Hvaða orð sem þar voru sögð falla undir málfrelsi þingmanna og hvaða orð gera það ekki? Gæti orðið gagnlegur listi!
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun