Bændur grófu farþega með skóflum undan rútunni Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 17. maí 2019 15:46 Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira