Bændur grófu farþega með skóflum undan rútunni Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 17. maí 2019 15:46 Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira