Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 16. maí 2019 23:10 Rafal Figlarski var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Vísir/Jóhann K. Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira