Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 19:01 Sjúkraflutningamenn flytja einn þeirra slösuðu úr þyrlu Gæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38