Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 19:01 Sjúkraflutningamenn flytja einn þeirra slösuðu úr þyrlu Gæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar með kínverska ferðamenn sem slösuðust í rútuslysi í Öræfum lenti við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Forstjóri Landspítalans segir að sér skiljist að þeir slösuðu séu allir með meðvitund, þar á meðal tveir sem lentu undir rútunni. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem lenti á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum upp úr klukkan 15:00 í dag. Um kínverska ferðamenn var að ræða en lögreglan á Suðurlandi segir að fjórir hafi slasast alvarlega. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 skömmu eftir að þyrlan lenti með þá alvarlegu slösuðu að meiðsl fólksins væru flokkuð sem alvarleg. Honum skildist að fólkið væri allt með meðvitund. Vel hafi gengið að losa tvo sem lentu undir rútunni. Þeir sem slösuðust minna verði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem meiðsl þeirra verða metin nánar.Björgunarsveitarfólk og lögreglumenn í Hofi þangað sem þeir sem slösuðust minna voru fluttir.Vísir/Magnús HlynurSuðurlandsvegi var lokað vegna slyssins. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir klukkan sjö í kvöld um að vegurinn hefði verið opnaður aftur í báðar áttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, sagði að fólkið sem slasaðist minna hafi verið flutt í Hof í Öræfasveit. Það hefði hlotið ýmis konar skrámur og brot. Fólkið væri þó rólegt og yfirvegað. Byrjað væri að flytja fólk þaðan til Hafnar þaðan sem ætti að flytja það með flugvélum til aðhlynningar. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var TF-SIF, flugvél Gæslunnar, þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn og lítil sjúkraflugvél frá Akureyri kölluð út vegna slyssins. Til stóð að TF-SIF og sjúkraflugvélin flyttu fólk áfram á sjúkrahús.Frá Hofi þangað sem farþegar rútunnar voru fyrst fluttir eftir slysið.Vísir/Magnús Hlynur
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38