Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2019 20:45 Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, var á meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni í dag. vísir/vilhelm Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. Þetta kom fram í máli Ásdísar á ráðstefnu Loftslagsráðs um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum sem fór fram á Grand Hótel í morgun. Ásdís var ein af fjölmörgum sem hélt erindi á ráðstefnunni í morgun. Eftir að hún, Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, og Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, höfðu flutt erindi sín var gefinn kostur á spurningum úr sal. Skapaðist þá umræða um það hvort íslensk stjórnvöld ættu að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, líkt og Bretland og Írland hafa gert.Telur stjórnvöld vita hvar skóinn kreppir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, spurði hvort þau Ásdís, Árni og Hrönn teldu að lýsa ætti yfir neyðarástandi. Veðurstofustjóri sagðist telja að slík yfirlýsing yrði málinu ekki endilega til framdráttar. „Mín skoðun er sú að með þeim áherslum sem nýlega eru gerðar í loftslagsmálum á Íslandi sem er alveg nýmæli miðað við hvernig þetta hefur verið undanfarið, sýni að stjórnvöld viti alveg hvar skóinn kreppir. Ég held að hitt sé ekki endilega málinu til framdráttar. Það er lögð áhersla á að nýta vel þá innviði og þá strúktúra sem við þegar höfum og það er auðvitað verk að vinna en það er held ég ekki undir neyð,“ sagði Árni.Komin með byr í seglin en þurfa aðhald Ásdís sagði að þau sem þarna væru í forsvari fyrir ríkisstofnanir væru kannski íhaldssöm í þessum efnum og tók undir með Árna, meðal annars út frá því að bæði hérlendis, erlendis og á alþjóðavettvangi væru loftslagsmálin algjörlega að komast á dagskrá. „Það fyllir mann bjartsýni á það að nú séum við í alvöru að taka á málinu. Jafnframt þekkjum við það úr þessari umræðu að þetta er jafnvægislist á milli þess að hafa þor og kjark til þess að takast á við málin eða fyllast vonleysi og ótta við framtíðina. Og mér finnst persónulega hugmyndin um neyðarástandsyfirlýsingar svolítið falla í þann flokk þannig að ég hef ekki persónulega fulla sannfæringu fyrir því að það sé endilega lykillinn að aðgerðum. Það kann að vera að það sé vanmat hjá mér en ég tek undir með Árna, ég held að við séum virkilega komin með byr í seglin en við þurfum aðhald, við þurfum mikið aðahald og að halda okkur við efnið,“ sagði Ásdís.Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, var ein af þeim sem fluttu erindi á ráðstefnunni í morgun.vísir/vilhelmMikill ábyrgðarhluti að lýsa yfir neyðarástandi Hrönn kvaðst hafa verið að hugsa um neyðarástandið því henni þætti það mikill ábyrgðarhluti af hálfu ríkís að lýsa yfir slíku ástandi. „Það er auðvitað neyðarástand í loftslagsmálum. Þegar ég heyrði af þessu fyrst þá hugsaði ég „Bíddu já, það er búið að vera neyðarástand í svo mörg ár en af hverju núna?“ Það sem maður hefur kannski séð að ríki og borgir hafa verið að gera þegar þau lýsa yfir neyðarástandi þá eru oft í kjölfarið lagðar fram einhvers konar aðgerðir,“ sagði Hrönn. Hún sagði að henni þætti það persónulega of róttækt að lýsa yfir neyðarástandi. „Ég veit að við þurfum róttækar aðgerðir en þetta hefur áhrif á löggjöf og áherslur ríkisins gagnvart þjóðinni sem slíkri að ég held að sú vegferð sem við erum á nú þegar sé í góðum farvegi þótt það megi alveg gera betur.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands.vísir/vilhelmSkiptir máli að átta sig á því hvað það þýðir að lýsa yfir neyðarástandi Aðalbjörg Egilsdóttir, líffræðinemi og stúdentaráðsliði, beindi einnig spurningu að þremenningunum varðandi neyðarástandið. Hún benti á að ungt fólk væri að kalla eftir róttækum aðgerðum og að það yrði lýst yfir neyðarástandi, meðal annars með loftslagsverkföllum sínum undanfarið. „Við erum fólkið sem er að fara að taka við, við erum framtíð. Finnst ykkur ekki nauðsynlegt að hlusta á okkur og grípa til róttækra aðgerða til að við eigum lífvænlega framtíð?“ spurði Aðalbjörg. Árni sagði að auðvitað væri það svo að á heimsvísu væri verið að horfast í augu við neyðarástand. „Það er algjörlega klárt. Þess vegna skiptir aðeins máli að átta sig á því hvað það þýðir að land lýsir yfir neyðarástandi. Er það vegna þess sem er að gerast hnattrænt, er það vegna aðgerðaleysis almennt séð eða er það vegna þess aðgerðaleysis sem við erum að horfast í augu við eða ekki?“ sagði veðurstofustjóri.Fjölmenni var á ráðstefnunni.vísir/vilhelm„Það þýðir ekki að við þurfum ekki róttækar aðgerðir“ Hrönn sagði að auðvitað yrði hlustað á unga fólkið. Það væri gríðarlega mikilvægt. Þannig stæði til að endurnýja aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum og að leitað yrði til ungs fólks og hlustað á það í þeirri vinnu. Ásdís sagði alveg hægt að líta á málin þannig að það væri sannarlega neyðarástand til staðar. „En þessi pólitíska yfirlýsing um neyðarástand, ég sé ekki endilega að hún sé leiðin til þess að hjálpa okkur að takast á við vandann. Það þýðir ekki að við þurfum ekki róttækar aðgerðir. Við þurfum róttækar aðgerðir og við þurfum ávallt í þessu eins og öllu öðru sem snýr að samfélagsmálum að huga að komandi kynslóðum,“ sagði Ásdís. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. Þetta kom fram í máli Ásdísar á ráðstefnu Loftslagsráðs um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum sem fór fram á Grand Hótel í morgun. Ásdís var ein af fjölmörgum sem hélt erindi á ráðstefnunni í morgun. Eftir að hún, Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, og Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, höfðu flutt erindi sín var gefinn kostur á spurningum úr sal. Skapaðist þá umræða um það hvort íslensk stjórnvöld ættu að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, líkt og Bretland og Írland hafa gert.Telur stjórnvöld vita hvar skóinn kreppir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, spurði hvort þau Ásdís, Árni og Hrönn teldu að lýsa ætti yfir neyðarástandi. Veðurstofustjóri sagðist telja að slík yfirlýsing yrði málinu ekki endilega til framdráttar. „Mín skoðun er sú að með þeim áherslum sem nýlega eru gerðar í loftslagsmálum á Íslandi sem er alveg nýmæli miðað við hvernig þetta hefur verið undanfarið, sýni að stjórnvöld viti alveg hvar skóinn kreppir. Ég held að hitt sé ekki endilega málinu til framdráttar. Það er lögð áhersla á að nýta vel þá innviði og þá strúktúra sem við þegar höfum og það er auðvitað verk að vinna en það er held ég ekki undir neyð,“ sagði Árni.Komin með byr í seglin en þurfa aðhald Ásdís sagði að þau sem þarna væru í forsvari fyrir ríkisstofnanir væru kannski íhaldssöm í þessum efnum og tók undir með Árna, meðal annars út frá því að bæði hérlendis, erlendis og á alþjóðavettvangi væru loftslagsmálin algjörlega að komast á dagskrá. „Það fyllir mann bjartsýni á það að nú séum við í alvöru að taka á málinu. Jafnframt þekkjum við það úr þessari umræðu að þetta er jafnvægislist á milli þess að hafa þor og kjark til þess að takast á við málin eða fyllast vonleysi og ótta við framtíðina. Og mér finnst persónulega hugmyndin um neyðarástandsyfirlýsingar svolítið falla í þann flokk þannig að ég hef ekki persónulega fulla sannfæringu fyrir því að það sé endilega lykillinn að aðgerðum. Það kann að vera að það sé vanmat hjá mér en ég tek undir með Árna, ég held að við séum virkilega komin með byr í seglin en við þurfum aðhald, við þurfum mikið aðahald og að halda okkur við efnið,“ sagði Ásdís.Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, var ein af þeim sem fluttu erindi á ráðstefnunni í morgun.vísir/vilhelmMikill ábyrgðarhluti að lýsa yfir neyðarástandi Hrönn kvaðst hafa verið að hugsa um neyðarástandið því henni þætti það mikill ábyrgðarhluti af hálfu ríkís að lýsa yfir slíku ástandi. „Það er auðvitað neyðarástand í loftslagsmálum. Þegar ég heyrði af þessu fyrst þá hugsaði ég „Bíddu já, það er búið að vera neyðarástand í svo mörg ár en af hverju núna?“ Það sem maður hefur kannski séð að ríki og borgir hafa verið að gera þegar þau lýsa yfir neyðarástandi þá eru oft í kjölfarið lagðar fram einhvers konar aðgerðir,“ sagði Hrönn. Hún sagði að henni þætti það persónulega of róttækt að lýsa yfir neyðarástandi. „Ég veit að við þurfum róttækar aðgerðir en þetta hefur áhrif á löggjöf og áherslur ríkisins gagnvart þjóðinni sem slíkri að ég held að sú vegferð sem við erum á nú þegar sé í góðum farvegi þótt það megi alveg gera betur.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands.vísir/vilhelmSkiptir máli að átta sig á því hvað það þýðir að lýsa yfir neyðarástandi Aðalbjörg Egilsdóttir, líffræðinemi og stúdentaráðsliði, beindi einnig spurningu að þremenningunum varðandi neyðarástandið. Hún benti á að ungt fólk væri að kalla eftir róttækum aðgerðum og að það yrði lýst yfir neyðarástandi, meðal annars með loftslagsverkföllum sínum undanfarið. „Við erum fólkið sem er að fara að taka við, við erum framtíð. Finnst ykkur ekki nauðsynlegt að hlusta á okkur og grípa til róttækra aðgerða til að við eigum lífvænlega framtíð?“ spurði Aðalbjörg. Árni sagði að auðvitað væri það svo að á heimsvísu væri verið að horfast í augu við neyðarástand. „Það er algjörlega klárt. Þess vegna skiptir aðeins máli að átta sig á því hvað það þýðir að land lýsir yfir neyðarástandi. Er það vegna þess sem er að gerast hnattrænt, er það vegna aðgerðaleysis almennt séð eða er það vegna þess aðgerðaleysis sem við erum að horfast í augu við eða ekki?“ sagði veðurstofustjóri.Fjölmenni var á ráðstefnunni.vísir/vilhelm„Það þýðir ekki að við þurfum ekki róttækar aðgerðir“ Hrönn sagði að auðvitað yrði hlustað á unga fólkið. Það væri gríðarlega mikilvægt. Þannig stæði til að endurnýja aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum og að leitað yrði til ungs fólks og hlustað á það í þeirri vinnu. Ásdís sagði alveg hægt að líta á málin þannig að það væri sannarlega neyðarástand til staðar. „En þessi pólitíska yfirlýsing um neyðarástand, ég sé ekki endilega að hún sé leiðin til þess að hjálpa okkur að takast á við vandann. Það þýðir ekki að við þurfum ekki róttækar aðgerðir. Við þurfum róttækar aðgerðir og við þurfum ávallt í þessu eins og öllu öðru sem snýr að samfélagsmálum að huga að komandi kynslóðum,“ sagði Ásdís.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent