Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 06:11 Sigmundur Davíð í pontu nú í morgunsárið. Þingmenn Miðflokksins stóðu í málþófi í alla nótt í annarri umræðu um þriðja orkupakkann svokallaða. Umræðan um þessa tilteknu þingsályktunartillögu hófst upprunalega á þriðjudaginn og var haldið áfram í gær. Nú stóð hún yfir í alla nótt og hafa þingmenn Miðflokksins skipst á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. Til marks um það má benda á mælendaskrá Alþingis klukkan 6:10. Þá var Birgir Þórarinsson í pontu og á eftir honum á skránni voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Jón Þór Þorvaldsson, Birgir Þórarinsson svar svo aftur á mælendaskrá og á eftir honum var Karl Gauti Hjaltason. Allir eru þingmenn Miðflokksins. Þingfundinum lauk klukkan 6:18 þegar umræðunni um tillöguna var frestað. Tillagan var afgreidd úr utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn og kvörtuðu þingmenn Miðflokksins þá yfir meðferð málsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þó að nefndin hefði unnið vel að málinu og fengið til sín fjölda gesta. „Við höfum að mínu mati náð að svara öllum þeim spurningum og vangaveltum sem hafa komið upp vegna málsins,“ sagði hún við fréttastofu á dögunum. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. 15. maí 2019 12:00 Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. 13. maí 2019 18:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. 13. maí 2019 18:30 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. 11. maí 2019 16:28 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins stóðu í málþófi í alla nótt í annarri umræðu um þriðja orkupakkann svokallaða. Umræðan um þessa tilteknu þingsályktunartillögu hófst upprunalega á þriðjudaginn og var haldið áfram í gær. Nú stóð hún yfir í alla nótt og hafa þingmenn Miðflokksins skipst á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. Til marks um það má benda á mælendaskrá Alþingis klukkan 6:10. Þá var Birgir Þórarinsson í pontu og á eftir honum á skránni voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Jón Þór Þorvaldsson, Birgir Þórarinsson svar svo aftur á mælendaskrá og á eftir honum var Karl Gauti Hjaltason. Allir eru þingmenn Miðflokksins. Þingfundinum lauk klukkan 6:18 þegar umræðunni um tillöguna var frestað. Tillagan var afgreidd úr utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn og kvörtuðu þingmenn Miðflokksins þá yfir meðferð málsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þó að nefndin hefði unnið vel að málinu og fengið til sín fjölda gesta. „Við höfum að mínu mati náð að svara öllum þeim spurningum og vangaveltum sem hafa komið upp vegna málsins,“ sagði hún við fréttastofu á dögunum.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. 15. maí 2019 12:00 Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. 13. maí 2019 18:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. 13. maí 2019 18:30 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. 11. maí 2019 16:28 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. 15. maí 2019 12:00
Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. 13. maí 2019 18:30
Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30
Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. 13. maí 2019 18:30
Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00
Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. 11. maí 2019 16:28