Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:30 Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi. Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi.
Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira