Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:30 Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi. Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Valdheimildir Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, verða gagnvart EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein hjá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA eins og reglugerð 713/2009 um ACER var tekin inn í EES-samninginn en hún er hluti af þriðja orkupakkanum. ACER mun hins vegar vinna drög að öllum ákvörðunum. Þá munu fulltrúar ESA og fulltrúar EFTA-ríkjanna njóta áheyrnaraðildar við málsmeðferð og ákvarðanatöku ACER um þessi „drög“. Samhliða þessu mun ESA hafa neitunarvald gagnvart tillögum frá ACER. Það að EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Liechtenstein sé veitt áheyrn hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er enn eitt einkenni þeirrar breytingar sem orðið hefur á EES-samstarfinu á undanförnum árum. Evrópurétturinn hefur þróast í þá átt að miðlægum stofnunum ESB hefur verið falið vald til að taka bindandi ákvarðanir og gagnvart EFTA-ríkjunum er valdheimildunum komið fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Birgir Tjörvi Pétursson, sem vann lögfræðiálit um þriðja orkupakkann að beiðni atvinnuvegaráðuneytisins, telur þetta til þess fallið að tryggja virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins. Hann vill því ekki taka svo djúpt í árinni að um sé að ræða eðlisbreytingu á samstarfinu heldur aðeins tilfærslu frá framkvæmdastjórninni til miðlægra stofnana. Virkni tveggja stoða kerfis EES-samningsins sé það sama. „Á þeim tíma, þegar allar þessar ákvarðanir voru á vettvangi framkvæmdastjórnarinnar, þá höfðu EFTA-ríkin aðgang að framkvæmdastjórninni. Þannig að hér er aðeins verið að reyna að fylgja þessari þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins með því að færa ákvörðunarvald til sérhæfðra stofnana án þess að það raski tveggja stoða kerfinu þannig að aðildarríkin eða EFTA-ríkin eigi aðgang að þessum stofnunum,“ segir Birgir Tjörvi.
Alþingi Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira