Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2019 18:30 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis afgreiddi í dag álit vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra vegna þriðja orkupakkans. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Miðflokksins og verður önnur umræða um tillöguna á Alþingi á morgun. Miðflokkurinn sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem segir að aðeins sé gefinn einn dagur til þess að leggja fram minnihlutaálit. Það sé óeðlilega skammur tími. Svo segir: „Það má ljóst vera að ætlunin er að þröngva málinu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil andstaða sé við það meðal þjóðarinnar.“ Á fundi utanríkismálanefndar á föstudag voru þingmenn í nefndinni upplýstir um að unnið yrði álit vegna þingsályktunartillögunnar sem yrði lagt fram í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd, hafði því alla helgina til að vinna minnihlutaálit en gerði það ekki. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð hafa skipst á að sitja fundi nefndarinnar að undanförnu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/EyþórLogi Einarsson formaður Samfylkinngarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu að upplýsingagjöf til þingmanna í nefndinni hafi verið ábótavant. „Mér finnst formaður nefndarinnar, Áslaug Arna, hafa haldið alveg sérstaklega vel á þessu máli. Það voru allir upplýstir um það að þeir gætu sent inn beiðni um gesti og það voru margir fundir og margir gestir. Við höfum tekið langan tíma í þetta. Það var tilkynnt á föstudag að málið yrði tekið út á mánudag, það kæmi nefndarálit þá og síðan yrði málið tekið fljótlega á dagskrá. Þannig að ég get ekki séð að það sé neitt að þessum vinnubrögðum,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis afgreiddi í dag álit vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherra vegna þriðja orkupakkans. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Miðflokksins og verður önnur umræða um tillöguna á Alþingi á morgun. Miðflokkurinn sendi frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem segir að aðeins sé gefinn einn dagur til þess að leggja fram minnihlutaálit. Það sé óeðlilega skammur tími. Svo segir: „Það má ljóst vera að ætlunin er að þröngva málinu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil andstaða sé við það meðal þjóðarinnar.“ Á fundi utanríkismálanefndar á föstudag voru þingmenn í nefndinni upplýstir um að unnið yrði álit vegna þingsályktunartillögunnar sem yrði lagt fram í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, fulltrúi Miðflokksins í utanríkismálanefnd, hafði því alla helgina til að vinna minnihlutaálit en gerði það ekki. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð hafa skipst á að sitja fundi nefndarinnar að undanförnu. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/EyþórLogi Einarsson formaður Samfylkinngarinnar og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu að upplýsingagjöf til þingmanna í nefndinni hafi verið ábótavant. „Mér finnst formaður nefndarinnar, Áslaug Arna, hafa haldið alveg sérstaklega vel á þessu máli. Það voru allir upplýstir um það að þeir gætu sent inn beiðni um gesti og það voru margir fundir og margir gestir. Við höfum tekið langan tíma í þetta. Það var tilkynnt á föstudag að málið yrði tekið út á mánudag, það kæmi nefndarálit þá og síðan yrði málið tekið fljótlega á dagskrá. Þannig að ég get ekki séð að það sé neitt að þessum vinnubrögðum,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent