Segir málið tækifæri fyrir Assange til að hreinsa mannorð sitt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. maí 2019 20:15 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, efast um að Assange verði ákærður í Svíþjóð. Vísir/Vilhelm „Að sumu leyti má bara fagna því að geti fengið þarna tækifæri til að hreinsa mannorð sitt í eitt skipti fyrir öll,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um nýjustu vendingar á máli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks. Varasaksóknari í Svíþjóð tilkynnti í morgun um að rannsókn á ásökunum um nauðgun á hendur Assange verður opnuð á ný. Ásökun þess efnis kom fyrst fram árið 2010. Rannsóknir vegna þessara ásakana voru tvívegis felldar niður en málið fór af stað eftir að Assange var handtekinn eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Saksóknaraembættið telur vera til vísbendingar renni stoð undir ásakanirnar. Það sama telur lögmaður konunnar sem bar upp ásakanirnar. „Ég er sannfærð um að enginn saksóknari myndi enduropna mál af þessum toga nema að viðunandi sönnunargögn séu til staðar,“ sagði Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, á blaðamannafundi í dag. Elisabeth Massi Fritz lögmaður konunnar sem hefur ásakað Julian Assange um nauðgun.Vísir/Vilhelm Kristinn bendir á að málið hafi áður verið látið niður falla og efast um að rannsókn að þessu sinni leiði til ákæru. „Það er búið að loka þessu máli tvisvar, 2010 og 2017,“ segir Kristinn. „Saksóknarinn neitaði árum saman að yfirheyra hann í London til þess að hnika málinu áfram. Það var ekki fyrr en dómstólar í Svíþjóð skikkuðu hana til þess. Þá gerði hún það og lokaði málinu í kjölfarið. Nú er þetta komið aftur í einhverju pólitísku andrúmi. Gott og vel þá er bara gott að klára það og rétt að hafa í huga að þetta eru ásakanir en ekki ákæra. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir eitt né neitt.“ Meint brot Assange fyrnist á næsta ári. Saksóknarar í Svíþjóð hafa óskað eftir því að beiðni um framsal þurfi að fara hratt fram vegna þessa. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið fram á framsal Assange. Alríkisdómstóll í Virginíu hefur birt ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við Chelsea Manning, brotist inn í tölvukerfi þarlendra leyniþjónustustofnana. Það er í höndum breskra stjórnvalda hvaða afstaða er tekin til framsalsbeiðnanna tveggja. Kristinn segir að ákvörðun þess efnis verði vafalaust tekin á pólitískum grundvelli. „Pólitík er búin að vera samofin þessu máli í næstum því áratug,“ segir hann. „Það er pólitík í Bandaríkjunum, það var augljóslega pólitík í Ekvador og það er pólitík í Bretlandi. Það er pólitísk ákvörðun núna í Svíþjóð að fara að hreyfa við þessu máli.“ Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
„Að sumu leyti má bara fagna því að geti fengið þarna tækifæri til að hreinsa mannorð sitt í eitt skipti fyrir öll,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um nýjustu vendingar á máli Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks. Varasaksóknari í Svíþjóð tilkynnti í morgun um að rannsókn á ásökunum um nauðgun á hendur Assange verður opnuð á ný. Ásökun þess efnis kom fyrst fram árið 2010. Rannsóknir vegna þessara ásakana voru tvívegis felldar niður en málið fór af stað eftir að Assange var handtekinn eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Saksóknaraembættið telur vera til vísbendingar renni stoð undir ásakanirnar. Það sama telur lögmaður konunnar sem bar upp ásakanirnar. „Ég er sannfærð um að enginn saksóknari myndi enduropna mál af þessum toga nema að viðunandi sönnunargögn séu til staðar,“ sagði Elisabeth Massi Fritz, lögmaður konunnar, á blaðamannafundi í dag. Elisabeth Massi Fritz lögmaður konunnar sem hefur ásakað Julian Assange um nauðgun.Vísir/Vilhelm Kristinn bendir á að málið hafi áður verið látið niður falla og efast um að rannsókn að þessu sinni leiði til ákæru. „Það er búið að loka þessu máli tvisvar, 2010 og 2017,“ segir Kristinn. „Saksóknarinn neitaði árum saman að yfirheyra hann í London til þess að hnika málinu áfram. Það var ekki fyrr en dómstólar í Svíþjóð skikkuðu hana til þess. Þá gerði hún það og lokaði málinu í kjölfarið. Nú er þetta komið aftur í einhverju pólitísku andrúmi. Gott og vel þá er bara gott að klára það og rétt að hafa í huga að þetta eru ásakanir en ekki ákæra. Hann hefur aldrei verið ákærður fyrir eitt né neitt.“ Meint brot Assange fyrnist á næsta ári. Saksóknarar í Svíþjóð hafa óskað eftir því að beiðni um framsal þurfi að fara hratt fram vegna þessa. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig farið fram á framsal Assange. Alríkisdómstóll í Virginíu hefur birt ákæru á hendur honum þar sem hann er sakaður um að hafa, í slagtogi við Chelsea Manning, brotist inn í tölvukerfi þarlendra leyniþjónustustofnana. Það er í höndum breskra stjórnvalda hvaða afstaða er tekin til framsalsbeiðnanna tveggja. Kristinn segir að ákvörðun þess efnis verði vafalaust tekin á pólitískum grundvelli. „Pólitík er búin að vera samofin þessu máli í næstum því áratug,“ segir hann. „Það er pólitík í Bandaríkjunum, það var augljóslega pólitík í Ekvador og það er pólitík í Bretlandi. Það er pólitísk ákvörðun núna í Svíþjóð að fara að hreyfa við þessu máli.“
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent