Tugir mála ratað á borð lögreglunnar Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. 59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“ Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
59 mál um ólöglega heimagistingu hafa verið send lögreglu til rannsóknar, 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssektum og fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna vegna herts eftirlits með gististarfsemi, átaks sem ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hrinti af stað í fyrra. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís. Þá hefur heimagistingarvaktin orðið til þess að upplýsingar um 420 fasteignir hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld. Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu hafa borist á tímabilinu. Á árinu 2017 var áætlað að allt að 80 prósent skammtímaleigu á Íslandi færu fram án tilskilinna leyfa eða skráningar. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í janúar hafði orðið 400 prósenta aukning á tíðni skráninga slíkra eigna ef miðað er við tölur frá sama tímabili í fyrra. Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að umsvif Airbnb hafi dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist á ný. Þar með tókst að snúa við vaxandi hlutdeild Airbnb og annarrar óskráðrar gistingar. Hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum féll hratt eftir að Airbnb kom til skjalanna og náði minnst 74 prósentum árið 2017. Hert eftirfylgni reglna er samkvæmt skýrslu bankans talin ein meginástæða þessarar þróunar, auk þess sem ferðamönnum fjölgaði hægar á síðastliðnu ári en árin á undan og íbúðaverð hækkaði auk þess hægar en undanfarin ár. Kostnaður ráðuneytis Þórdísar við hert eftirlit var 64 milljónir króna en gert var ráð fyrir því að bætt skattskil og sektargreiðslur myndu vega þann kostnað upp. Reynsla af átakinu hefur sýnt að samanlagðar fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður. Er þá ekki tekið mið af óbeinum áhrifum á borð við aukin skattskil, framboð á leiguhúsnæði og jafnari samkeppnisgrundvöll. „Það er sérstaklega ánægjulegt hvaða jákvæðu áhrif aukið eftirlit hefur haft á húsnæðismarkaðinn. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að menn komist ekki upp með að spila ekki eftir reglunum.“
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17 Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45 Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Fjölgar í Airbnb en fækkar á hótelum Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 694.000 í mars síðastliðnum, en þær voru um 719.000 í sama mánuði fyrra árs. 30. apríl 2019 11:17
Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. 4. maí 2019 19:45
Airbnb aukið ójöfnuð Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. 3. maí 2019 13:24