Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:45 Forstjóri félagsins Festi sem á N1 telur líklegra að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Fréttablaðið/Anton Brink Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Borgarráð samþykkti nýlega viðmið fyrir viðræður við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming á næstu sex árum. Stöðvarnar eru um 50 talsins í borginni og fækkar um rúmlega 20 gangi hugmyndirnar eftir. Ætlunin er að nýta lóðir bensínstöðvanna undir íbúðir eða annars konar verslanir. Forstjóri Olís hefur sagt að honum þyki fækkunin nokkuð brött. Stjórnendur Skeljungs hafa sagt hugmyndirnar eðlilegt framhald af viðræðum við borgaryfirvöld. Félagið Festi á Krónuna, Elko og N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri félagsins, segir eðlilega þróun að fækka bensínstöðvum. „Spurning hvort sex ár sé nægilegur tími, ég er ekki viss um það. En ég held að þessi þróun muni eiga sér stað, engin spurning.“Færa dælur frá Ægissíðu á Fiskislóð Aðspurður um tímaramma segir hann raunhæfara að miða við að fækka bensínstöðvum um helming í Reykjavík á tíu árum. Eggert segir að N1 sé það olíufélag sem reki fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta kemur auðvitað við alla en við höfum rætt við borgina að loka stöðvum og færa dælur. Á Ægissíðu höfum við óskað eftir því að fá að færa dælurnar á Fiskislóð þar sem við rekum Krónuna og hefja þá uppbyggingu á Ægissíðulóðinni, einhvers konar íbúðabyggð sem dæmi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Borgarráð samþykkti nýlega viðmið fyrir viðræður við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming á næstu sex árum. Stöðvarnar eru um 50 talsins í borginni og fækkar um rúmlega 20 gangi hugmyndirnar eftir. Ætlunin er að nýta lóðir bensínstöðvanna undir íbúðir eða annars konar verslanir. Forstjóri Olís hefur sagt að honum þyki fækkunin nokkuð brött. Stjórnendur Skeljungs hafa sagt hugmyndirnar eðlilegt framhald af viðræðum við borgaryfirvöld. Félagið Festi á Krónuna, Elko og N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri félagsins, segir eðlilega þróun að fækka bensínstöðvum. „Spurning hvort sex ár sé nægilegur tími, ég er ekki viss um það. En ég held að þessi þróun muni eiga sér stað, engin spurning.“Færa dælur frá Ægissíðu á Fiskislóð Aðspurður um tímaramma segir hann raunhæfara að miða við að fækka bensínstöðvum um helming í Reykjavík á tíu árum. Eggert segir að N1 sé það olíufélag sem reki fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta kemur auðvitað við alla en við höfum rætt við borgina að loka stöðvum og færa dælur. Á Ægissíðu höfum við óskað eftir því að fá að færa dælurnar á Fiskislóð þar sem við rekum Krónuna og hefja þá uppbyggingu á Ægissíðulóðinni, einhvers konar íbúðabyggð sem dæmi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent