Listamenn vilja koma börnum í skákferð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 11. maí 2019 08:15 Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi þekktra myndlistarmanna hefur gefið verk sín á uppboð sem haldið verður á Eiðistorgi í dag milli klukkan 13 og 17. Ágóði uppboðsins verður nýttur í ferðakostnað barna á Laufásborg, en þau eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í skák í Rúmeníu. Boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Godd, Rán Flygenring, Lóu Hjálmtýsdóttur, Þránd Þórarinsson, Korkimon, Sunnu Ben og Hugleik ásamt fjölda annarra. Einnig verða til sölu verk eftir skákbörnin sjálf, snúðar frá Brauð og co. og heimagert lífrænt múslí. Katrín Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum uppboðsins, segir að hún hafi fundið fyrir mikilli velvild fyrir verkefninu: „Við bjuggumst bara við að fá nokkrar myndir en svo bara sögðu allir já og voru til í að vera með“. Níu börn fara á mótið í Rúmeníu ásamt foreldrum sínum í lok maí og verða í tíu daga. Í fyrra fóru fjórar stúlkur á heimsmeistaramót í Albaníu og gekk vel þrátt fyrir ungan aldur að sögn Omars Hamed Aly Salama, þjálfara barnanna. „Það gekk mjög vel en við vorum ekki að leggja mikla áherslu á það að vinna. Frekar bara að koma og æfa, læra og hafa gaman og það gekk frábærlega. Sérstaklega vegna þess að stúlkurnar voru mjög ungar, geta varla farið á klósettið sjálfar en eru að tefla í HM í skák, þetta er bara stórt og mikið“. Jensína Edda Hermannsdóttir, skólastjóri Laufásborgar, segir skákkennsluna hafa þróast með tilkomu Omars á leikskólann. „Omar kom að vinna hérna á Laufásborg en hann er skákmeistari frá Egyptalandi, búinn að þjálfa landslið og kenna skák um allan heim, svo hann fór að kenna skák hér. Svo bara þróaðist það áfram og allt í einu erum við á leiðinni á stórmót.“ Jensína segir að mótið sé góð leið fyrir börnin til þess að kynnast börnum frá öðrum löndum og menningarheimi þeirra. „Skák sameinar fólk. Börnin þurfa ekki að tala sama tungumálið til þess að tefla. Þarna fá börnin tækifæri til þess að hitta börn sem þau myndu kannski annars aldrei hitta.“ Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu, aðeins fimm til sex ára, og hefur þátttaka þeirra vakið mikla athygli í skákheiminum að sögn Jensínu. „Þetta er bara er ótrúlega töff og þetta er ótrúlega merkilegt líka. Svo merkilegt að þetta setti skákheiminn á hliðina. Ein fremsta skákkona heims, Susan Polgár, kom að heimsækja okkur á Laufásborg í fyrra og þegar hún sá starfið í skólanum sagðist hún skilja hvernig okkur tókst að koma þessu verkefni í framkvæmd.“ Leiksólinn Laufásborg er rekinn af Hjallastefnunni sem á rætur sínar í íslensku þróunarstarfi. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Skák Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fjöldi þekktra myndlistarmanna hefur gefið verk sín á uppboð sem haldið verður á Eiðistorgi í dag milli klukkan 13 og 17. Ágóði uppboðsins verður nýttur í ferðakostnað barna á Laufásborg, en þau eru á leiðinni á Evrópumeistaramótið í skák í Rúmeníu. Boðin verða upp verk eftir þekkt listafólk á borð við Godd, Rán Flygenring, Lóu Hjálmtýsdóttur, Þránd Þórarinsson, Korkimon, Sunnu Ben og Hugleik ásamt fjölda annarra. Einnig verða til sölu verk eftir skákbörnin sjálf, snúðar frá Brauð og co. og heimagert lífrænt múslí. Katrín Oddsdóttir, einn af skipuleggjendum uppboðsins, segir að hún hafi fundið fyrir mikilli velvild fyrir verkefninu: „Við bjuggumst bara við að fá nokkrar myndir en svo bara sögðu allir já og voru til í að vera með“. Níu börn fara á mótið í Rúmeníu ásamt foreldrum sínum í lok maí og verða í tíu daga. Í fyrra fóru fjórar stúlkur á heimsmeistaramót í Albaníu og gekk vel þrátt fyrir ungan aldur að sögn Omars Hamed Aly Salama, þjálfara barnanna. „Það gekk mjög vel en við vorum ekki að leggja mikla áherslu á það að vinna. Frekar bara að koma og æfa, læra og hafa gaman og það gekk frábærlega. Sérstaklega vegna þess að stúlkurnar voru mjög ungar, geta varla farið á klósettið sjálfar en eru að tefla í HM í skák, þetta er bara stórt og mikið“. Jensína Edda Hermannsdóttir, skólastjóri Laufásborgar, segir skákkennsluna hafa þróast með tilkomu Omars á leikskólann. „Omar kom að vinna hérna á Laufásborg en hann er skákmeistari frá Egyptalandi, búinn að þjálfa landslið og kenna skák um allan heim, svo hann fór að kenna skák hér. Svo bara þróaðist það áfram og allt í einu erum við á leiðinni á stórmót.“ Jensína segir að mótið sé góð leið fyrir börnin til þess að kynnast börnum frá öðrum löndum og menningarheimi þeirra. „Skák sameinar fólk. Börnin þurfa ekki að tala sama tungumálið til þess að tefla. Þarna fá börnin tækifæri til þess að hitta börn sem þau myndu kannski annars aldrei hitta.“ Börnin eru þau yngstu sem keppa á mótinu, aðeins fimm til sex ára, og hefur þátttaka þeirra vakið mikla athygli í skákheiminum að sögn Jensínu. „Þetta er bara er ótrúlega töff og þetta er ótrúlega merkilegt líka. Svo merkilegt að þetta setti skákheiminn á hliðina. Ein fremsta skákkona heims, Susan Polgár, kom að heimsækja okkur á Laufásborg í fyrra og þegar hún sá starfið í skólanum sagðist hún skilja hvernig okkur tókst að koma þessu verkefni í framkvæmd.“ Leiksólinn Laufásborg er rekinn af Hjallastefnunni sem á rætur sínar í íslensku þróunarstarfi.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Skák Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira