„Hugurinn leitar alltaf út ef tækifæri eru í boði. Það væri þá eitthvað annað en Evrópa,“ segir Kristófer en hann byrjaði veturinn með Denaine Voltare í Frakklandi en snéri heim í KR í nóvember.
„Það hefur eitthvað verið að poppa upp í Asíu og það er eitthvað sem ég yrði spenntur að skoða. Nú síðast kom upp möguleiki í Kína. Það er samt á grunnstigi en maður skoðar það eftir því sem líður á sumarið.“
Verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá Kristófer í sumar en Kínverjar eru að bjóða mönnum mikinn pening í körfuboltanum í Kína rétt eins og í fótboltanum.