Telur plastpokabannið vindhögg Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 10:37 Oddur segir vert að leita allra leiða til að stemma stigu við plasti í umhverfinu. En, plastpokabannið sé því miður ekki gáfulegt skref að stíga í því tilliti. „Fyrsta skrefið á Íslandi er að banna burðarpoka úr plasti sem er sennilega vitlausasti staður sem hægt er að finna til að banna plast,“ segir Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri PMT – plast, miðlar og tæki. Oddur veit allt um plast. Hann segir, í léttum dúr, að afi hans hafi stofnað Plastprent í bílskúrnum á sínum tíma eða fyrir 60 árum og þar með „byrjað með þennan ófögnuð á Íslandi“. Oddur hefur verulegar efasemdir um gagnsemi banns við burðarpokum úr plasti sem ríkisstjórnin hefur boðað. Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um bann á einnota plastpokum. Lögin munu taka gildi þann fyrsta júlí og verður þá óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki.Dönsk rannsókn segir notkun burðarpoka jákvæða Oddur tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að hann sé ekki að halda uppi áróðri fyrir plasti. Hann bendir á að plastpokar mjög lítill hluti af sölu PMT. Oddur segir fyrirtækið farið að selja bréfpoka sem er ágætt uppúr að hafa, enda dýrari en plastpokar. „Þó við séum með mjög gott verð á þeim. Einnig erum við með plastpoka með sérstöku íblöndunarefni svo þeir brotna hraðar niður.“Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Oddur telur hann fara fram með plastpokabann sitt af meira kappi en forsjá.vísir/vilhelmOddur segir það blasa við að auðvitað verði að ráðast á plastvandamálið og finna lausnir til framtíðar. „Hins vegar finnst mér eins og það sé vaðið af stað án þess að skoða málin eða rannsaka. Það hefði verið einfalt mál að skoða þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum, til dæmis í Danmörku. Samkvæmt viðamikilli rannsókn sem Danska Umhverfisstofnunin réðist í þá eru venjulegir burðarpokar (úr LDPE) það umhverfisvænasta sem hægt er að bjóða uppá í matvöruverslunum. Ein aðalástæðan fyrir því er ábyrg notkun á plasti í Danmörku. Plastpokinn er notaður undir vörur sem keyptar eru og rifnar ekki á leiðinni heim. Síðan endar pokinn í ruslafötunni undir rusl sem fer í urðun.“Málið ekki hugsað til enda Hins vegar er fyrsta skrefið hér á Íslandi það að banna burðarpoka úr plasti sem Oddur segir er sennilega vitlausasti staður sem hægt er að finna til að banna plast.Að sögn Odds er vert að stemma stigu við plasti í umhverfinu en að byrja á því að banna plastburðarpoka sé ekki gáfulegt fyrsta skref í þeim efnum.Vísir/Vilhelm„Í staðinn eru komnir lífrænir pokar, til dæmis úr maís, sem má ekki setja í ruslafötuna því þeir gefa svo mikið gas frá sér við urðun. Það stendur meira að segja á þeim að þeir eigi ekki að fara í ruslafötuna. Ætlast er til að fólk setji þá í safnhaug eða skil á endurvinnslustöð. Hversu margir eru að fara að gera það og hvað fer þá í ruslafötuna? Jú fólk á að kaupa aðra plastpoka til að nota í ruslafötuna,“ segir Oddur og spyr hver sé þá ávinningurinn? „Þetta gengur bara ekki upp.“Hræðsla gagnvart plasti mögnuð upp Þá segir Oddur áhugavert þetta það sem Tesco er að gera í umhverfismálum en þeir eru komnir með endurvinnslustöðvar við flestar verslanir. „Það vakti sérstaklega athygli mína að LDPE burðarpokar sem er verið að banna á Íslandi eru merktir grænir (Preferred Materials) á sama tíma og lífrænir pokar (Home compostable) eru merktir gulir sem þýðir að vera að leita að öðrum lausnum.“ Oddur ítrekar að vert sé að grípa til aðgerða og reyna að stemma stigu við óæskilegu plasti í umhverfinu. En, plast er hliðarafurð sem verður til við það þá er olíu er dælt upp úr borholum. En, hann segir að mikil hræðsla gagnvart plasti hafi verið mögnuð upp og þá sé hætt við að aðgerðirnar verði ekki vitrænar, eins og reyndin er með plastpokabann Guðmundar umhverfisráðherra. Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
„Fyrsta skrefið á Íslandi er að banna burðarpoka úr plasti sem er sennilega vitlausasti staður sem hægt er að finna til að banna plast,“ segir Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri PMT – plast, miðlar og tæki. Oddur veit allt um plast. Hann segir, í léttum dúr, að afi hans hafi stofnað Plastprent í bílskúrnum á sínum tíma eða fyrir 60 árum og þar með „byrjað með þennan ófögnuð á Íslandi“. Oddur hefur verulegar efasemdir um gagnsemi banns við burðarpokum úr plasti sem ríkisstjórnin hefur boðað. Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um bann á einnota plastpokum. Lögin munu taka gildi þann fyrsta júlí og verður þá óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki.Dönsk rannsókn segir notkun burðarpoka jákvæða Oddur tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að hann sé ekki að halda uppi áróðri fyrir plasti. Hann bendir á að plastpokar mjög lítill hluti af sölu PMT. Oddur segir fyrirtækið farið að selja bréfpoka sem er ágætt uppúr að hafa, enda dýrari en plastpokar. „Þó við séum með mjög gott verð á þeim. Einnig erum við með plastpoka með sérstöku íblöndunarefni svo þeir brotna hraðar niður.“Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Oddur telur hann fara fram með plastpokabann sitt af meira kappi en forsjá.vísir/vilhelmOddur segir það blasa við að auðvitað verði að ráðast á plastvandamálið og finna lausnir til framtíðar. „Hins vegar finnst mér eins og það sé vaðið af stað án þess að skoða málin eða rannsaka. Það hefði verið einfalt mál að skoða þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum, til dæmis í Danmörku. Samkvæmt viðamikilli rannsókn sem Danska Umhverfisstofnunin réðist í þá eru venjulegir burðarpokar (úr LDPE) það umhverfisvænasta sem hægt er að bjóða uppá í matvöruverslunum. Ein aðalástæðan fyrir því er ábyrg notkun á plasti í Danmörku. Plastpokinn er notaður undir vörur sem keyptar eru og rifnar ekki á leiðinni heim. Síðan endar pokinn í ruslafötunni undir rusl sem fer í urðun.“Málið ekki hugsað til enda Hins vegar er fyrsta skrefið hér á Íslandi það að banna burðarpoka úr plasti sem Oddur segir er sennilega vitlausasti staður sem hægt er að finna til að banna plast.Að sögn Odds er vert að stemma stigu við plasti í umhverfinu en að byrja á því að banna plastburðarpoka sé ekki gáfulegt fyrsta skref í þeim efnum.Vísir/Vilhelm„Í staðinn eru komnir lífrænir pokar, til dæmis úr maís, sem má ekki setja í ruslafötuna því þeir gefa svo mikið gas frá sér við urðun. Það stendur meira að segja á þeim að þeir eigi ekki að fara í ruslafötuna. Ætlast er til að fólk setji þá í safnhaug eða skil á endurvinnslustöð. Hversu margir eru að fara að gera það og hvað fer þá í ruslafötuna? Jú fólk á að kaupa aðra plastpoka til að nota í ruslafötuna,“ segir Oddur og spyr hver sé þá ávinningurinn? „Þetta gengur bara ekki upp.“Hræðsla gagnvart plasti mögnuð upp Þá segir Oddur áhugavert þetta það sem Tesco er að gera í umhverfismálum en þeir eru komnir með endurvinnslustöðvar við flestar verslanir. „Það vakti sérstaklega athygli mína að LDPE burðarpokar sem er verið að banna á Íslandi eru merktir grænir (Preferred Materials) á sama tíma og lífrænir pokar (Home compostable) eru merktir gulir sem þýðir að vera að leita að öðrum lausnum.“ Oddur ítrekar að vert sé að grípa til aðgerða og reyna að stemma stigu við óæskilegu plasti í umhverfinu. En, plast er hliðarafurð sem verður til við það þá er olíu er dælt upp úr borholum. En, hann segir að mikil hræðsla gagnvart plasti hafi verið mögnuð upp og þá sé hætt við að aðgerðirnar verði ekki vitrænar, eins og reyndin er með plastpokabann Guðmundar umhverfisráðherra.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48