Gífurleg fjölgun á slysum vegna fíkniefnaaksturs Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 07:15 Í fyrra urðu 868 slys á fólki í umferðinni, þar af fimmtán banaslys. Fréttablaðið/Anton Brink Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti innihaldið á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkniefnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunaraksturs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akstursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Líkurnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefnaaksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefnaneyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefnaakstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti innihaldið á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkniefnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunaraksturs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akstursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Líkurnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefnaaksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefnaneyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefnaakstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira