Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 19:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tillögu fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem bíða á þingi, koma sér á óvart. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins en þeir hafa lagt til að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins en flokkarnir leggja þetta til sem lausn á málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Hafa Miðflokksmenn talað samfleytt í þrjár vinnuvikur um málið. Katrín sagði stöðun á Alþingi vera þá að sex flokkar af átta hafa stutt þriðja orkupakkann. Sjöundi flokkurinn, Miðflokkurinn, er andsnúinn þriðja orkupakkanum og lagt áherslu á að málið fái lýðræðislega afgreiðslu í þingsal. Sagði Katrín þessa tillögu koma á óvart því hún leysi ekki vandann, heldur frestar honum bara. Katrín sagði að ekki sé komin inn á afdrif annarra mála í þessari tillögu en fjörutíu mál bíði afgreiðslu þingsins. „Ég velti því fyrir mér hvort þessir fjórir flokkar, í skjóli Miðflokksins, og þeirra stöðu sem hann hefur skapað með framgöngu sinn í sölum þingsins, telji að það sé hægt að véla um afdrif þeirra mála,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Var Katrín spurð hvort að flokkarnir fjórir væru að notfæra sér málþóf Miðflokksins til að ná fram samningsstöðu gagnvart stjórnarflokkunum? Sagðist Katrín velta því fyrir sér og ef það sé ekki málið þá felist í þessari tillögu nokkurs konar viðurkenning á þeirri framgöngu Miðflokksins. Sagði Katrín að búið væri að ræða þriðja orkupakkann mjög lengi og allar röksemdir löngu komnar fram. Hún sagði að þingið muni standa lengur en venjan er og nú þurfi að finna á lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en þær lausnir verði að innibera að þingið ljúki þeim málum sem bíða afgreiðslu.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira