Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. maí 2019 18:30 Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að miðað við niðurstöðu skýrslunnar að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Meginniðurstaða skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka sé enn vaxandi. Tvö ár eru síðan sambærileg skýrsla var unnin af embættinu og segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn að þá hafi staðan verið svört. „Síðan þá hefur ástandið farið versnandi þannig að þessi skýrsla en í rauninni svartari en sú sem kom út árið 2017,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Áhættustigin sem unnið er eftir eru fjögur, frá því að vera lítil áhætta til gífurlegrar áhættu. Brotaflokkarnir sem teknir voru til skoðunar var innflutningur, framleiðsla og sala fíkniefna, Mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og farandbrotahópar. Allir fimm brotaflokkarnir sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi í áhættulíkani sem Ríkislögreglustjóri vinnur eftir.Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/JóhannK„Við bentum á í þessari skýrslu að það sé kannski athugandi að stofna öfluga deild sem hefur eitt markmið að sinna skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að það sé það fyrsta sem þarf að skoða,“ segir Ásgeir. Mikill niðurskurður hefur verið í löggæslu frá hruni og hefur lögreglumönnum fækkað mikið. „Það er staðreynd að lögreglan er veik. Frumkvæðisgeta lögreglunnar er í rauninni mjög lítil eins og staðan er í dag en svo er það spurningin hvers konar lögreglu viljum við hafa hér. Viljum við fá lögreglu sem er svona viðbragðslögregla eða viljum við hafa svona lögreglu með frumkvæðisgetu sem getur tekið á svona málum,“ segir Ásgeir. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp fjögurra ráðuneyta sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir alla aðila sammála því að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm„Viðbrögð okkar við þessari skýrslu voru að fulltrúar þessara ráðuneyta kæmu að því að forgangsraða þessum verkefnum og auðvitað blasir við að það mun kalla á frekara fjármagn. En við erum líka með fjármálaáætlun í þinginu og að uppfæra fjármálastefnu vegna breyttra aðstæðna, þannig að það mun vanta fjármagn víða. Þannig að það er sameiginlegt verkefni okkar að leysa úr því,“ segir Þórdís. „Þessi skýrsla er ekki gerð í þeim tilgangi til að gera kröfu um aukið fé heldur eingöngu til að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðuna,“ segir Ásgeir. Sjáið þið fram á að ef ekkert verður að gert hvernig þróunin geti orðið? „Við segjum það í skýrslunni að verði ekkert að gert muni ástandi versna,“ segir Ásgeir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að miðað við niðurstöðu skýrslunnar að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Meginniðurstaða skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka sé enn vaxandi. Tvö ár eru síðan sambærileg skýrsla var unnin af embættinu og segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn að þá hafi staðan verið svört. „Síðan þá hefur ástandið farið versnandi þannig að þessi skýrsla en í rauninni svartari en sú sem kom út árið 2017,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Áhættustigin sem unnið er eftir eru fjögur, frá því að vera lítil áhætta til gífurlegrar áhættu. Brotaflokkarnir sem teknir voru til skoðunar var innflutningur, framleiðsla og sala fíkniefna, Mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og farandbrotahópar. Allir fimm brotaflokkarnir sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi í áhættulíkani sem Ríkislögreglustjóri vinnur eftir.Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/JóhannK„Við bentum á í þessari skýrslu að það sé kannski athugandi að stofna öfluga deild sem hefur eitt markmið að sinna skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að það sé það fyrsta sem þarf að skoða,“ segir Ásgeir. Mikill niðurskurður hefur verið í löggæslu frá hruni og hefur lögreglumönnum fækkað mikið. „Það er staðreynd að lögreglan er veik. Frumkvæðisgeta lögreglunnar er í rauninni mjög lítil eins og staðan er í dag en svo er það spurningin hvers konar lögreglu viljum við hafa hér. Viljum við fá lögreglu sem er svona viðbragðslögregla eða viljum við hafa svona lögreglu með frumkvæðisgetu sem getur tekið á svona málum,“ segir Ásgeir. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp fjögurra ráðuneyta sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir alla aðila sammála því að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm„Viðbrögð okkar við þessari skýrslu voru að fulltrúar þessara ráðuneyta kæmu að því að forgangsraða þessum verkefnum og auðvitað blasir við að það mun kalla á frekara fjármagn. En við erum líka með fjármálaáætlun í þinginu og að uppfæra fjármálastefnu vegna breyttra aðstæðna, þannig að það mun vanta fjármagn víða. Þannig að það er sameiginlegt verkefni okkar að leysa úr því,“ segir Þórdís. „Þessi skýrsla er ekki gerð í þeim tilgangi til að gera kröfu um aukið fé heldur eingöngu til að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðuna,“ segir Ásgeir. Sjáið þið fram á að ef ekkert verður að gert hvernig þróunin geti orðið? „Við segjum það í skýrslunni að verði ekkert að gert muni ástandi versna,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19
Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15