MacKenzie Bezos ætlar að gefa helming auðæfa sinna Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 14:46 Jeff og MacKenzie Bezos. AP/Evan Agostini MacKenzie Bezos, fyrrverandi eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, ætlar að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Eignir hennar eru metnar á um 35 milljarða dala en hún hefur nú gengið til liðs við þá Mark Zucherberg, Richard Branson og Robert F. Smith og hafa þau öll heitið því að gefa helming auðæfa sinna á ævi þeirra. Bezos-hjónin skildu fyrr á þessu ári og fékk MacKenzie fjögur prósent verðmætis Amazon. Fleiri auðjöfrar hafa einnig heitið því sama en það voru þeir Bill Gates og Warren Buffett sem hófu áheitið, sem gengur undir nafninu Giving Pledge. Árið 2010 hétu 40 af ríkustu aðilum Bandaríkjanna að verja helmingi auðæfa sinna til góðgerðarmála og hafa sífellt fleiri gefið heit í kjölfarið, samkvæmt Forbes.Í bréfi sem hefur verið birt á vef Giving Pledge segir Bezos að hún eigi óvenju mikinn auð til að deila. Hún tekur ekki fram til hvaða góðgerðarmál hún ætlar að styðja og segist hún ætla að vanda vel til verks.„Ég ætla þó ekki að bíða. Og ég mun halda áfram þar til peningaskápurinn er tómur,“ skrifar Bezos. Amazon Bandaríkin Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
MacKenzie Bezos, fyrrverandi eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, ætlar að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Eignir hennar eru metnar á um 35 milljarða dala en hún hefur nú gengið til liðs við þá Mark Zucherberg, Richard Branson og Robert F. Smith og hafa þau öll heitið því að gefa helming auðæfa sinna á ævi þeirra. Bezos-hjónin skildu fyrr á þessu ári og fékk MacKenzie fjögur prósent verðmætis Amazon. Fleiri auðjöfrar hafa einnig heitið því sama en það voru þeir Bill Gates og Warren Buffett sem hófu áheitið, sem gengur undir nafninu Giving Pledge. Árið 2010 hétu 40 af ríkustu aðilum Bandaríkjanna að verja helmingi auðæfa sinna til góðgerðarmála og hafa sífellt fleiri gefið heit í kjölfarið, samkvæmt Forbes.Í bréfi sem hefur verið birt á vef Giving Pledge segir Bezos að hún eigi óvenju mikinn auð til að deila. Hún tekur ekki fram til hvaða góðgerðarmál hún ætlar að styðja og segist hún ætla að vanda vel til verks.„Ég ætla þó ekki að bíða. Og ég mun halda áfram þar til peningaskápurinn er tómur,“ skrifar Bezos.
Amazon Bandaríkin Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira