Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2019 08:43 Netanjahú hótaði að leysa upp þingið gefi einn væntanlegra samstarfsflokka í ríkisstjórn ekki eftir. Vísir/EPA Kjósa þarf aftur í Ísrael takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn þar áður en morgundagurinn er liðinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær þegar hann lýsti sérstökum stuðningi við Benjamín Netanjahú og Líkúdflokk hans. Ríkisstjórn Netanjahú hélt velli í þingkosningum í byrjun apríl þrátt fyrir að hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í embætti. Líkúdflokkurinn fékk flest sæti á þinginu og hefði ríkisstjórn hefðbundinna bandalagsflokka hans tíu sæta meirihluta. Erfiðlega hefur þó gengið að koma ríkisstjórninni saman og þurfti Netanjahú nýlega að óska eftir fresti hjá Reuven Rivlin forseta til að mynda ríkisstjórn til 29. maí. Í sjónvarpsávarpi í gær kenndi Netanjahú Avigdor Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtoga Yisrael Beiteinu-flokksins, um þráteflið og hvatti hann til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar öðrum. Liberman vill að strangtrúaðir gyðingar geti verið kallaðir upp í herinn eins og aðrir ungir karlar. Því hafa strangtrúaðir bandamenn Netanjahú mótmælt. Þingið samþykkti ályktun í gær um að það skuli leyst upp liggi samkomulag um myndun ríkisstjórnar ekki fyrir seint á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá þyrftu Ísraelar að ganga aftur til kosninga. Trump Bandaríkjaforseti hlutaðist um stjórnarmyndunina í gær þegar hann tísti stuðningi við Netanjahú. „Vona að hlutirnir gangi upp í stjórnarmyndunarviðræðum í Ísrael og að Bibi [Netanjahú] og ég getum haldið áfram að gera bandalagið á milli Bandaríkjanna og Ísraels sterkar en nokkru sinni áður. Margt er enn ógert!“ tísti Trump.Hoping things will work out with Israel's coalition formation and Bibi and I can continue to make the alliance between America and Israel stronger than ever. A lot more to do!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2019 Í kosningabaráttunni veitti Trump vini sínum Netanjahú einnig stóran sigur aðeins tveimur vikum fyrir kjördag þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn myndu viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Ísraelar hertóku landsvæðið í sex daga stríðinu árið 1967 og hafa í reynd innlimað það. Netanjahú hefur verið umsetinn undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári kom í ljós að ríkissaksóknari ætlaði að ákæra forsætisráðherrann fyrir spillingu. Netanjahú er meðal annars sakaður um að hafa þegið mútur og gefið pólitíska greiða gegn hagfelldri fjölmiðlaumfjöllun. Tugir þúsunda manna mótmæltu tilraunum Netanjahú til að tryggja sér friðhelgi fyrir ákæru á götum Tel Aviv á laugardagskvöld. Fyrir tveimur vikum freistaði Netanjahú þess að gera bindandi samkomulag við væntanlega samstarfsflokka í ríkisstjórn um frumvarp sem hefði gefið honum friðhelgi fyrir saksókn á meðan hann er í embætti.Áætlað er að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Netanjahú í Tel Aviv á laugardag.Vísir/EPA Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54 Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Kjósa þarf aftur í Ísrael takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn þar áður en morgundagurinn er liðinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær þegar hann lýsti sérstökum stuðningi við Benjamín Netanjahú og Líkúdflokk hans. Ríkisstjórn Netanjahú hélt velli í þingkosningum í byrjun apríl þrátt fyrir að hann eigi yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu í embætti. Líkúdflokkurinn fékk flest sæti á þinginu og hefði ríkisstjórn hefðbundinna bandalagsflokka hans tíu sæta meirihluta. Erfiðlega hefur þó gengið að koma ríkisstjórninni saman og þurfti Netanjahú nýlega að óska eftir fresti hjá Reuven Rivlin forseta til að mynda ríkisstjórn til 29. maí. Í sjónvarpsávarpi í gær kenndi Netanjahú Avigdor Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtoga Yisrael Beiteinu-flokksins, um þráteflið og hvatti hann til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar öðrum. Liberman vill að strangtrúaðir gyðingar geti verið kallaðir upp í herinn eins og aðrir ungir karlar. Því hafa strangtrúaðir bandamenn Netanjahú mótmælt. Þingið samþykkti ályktun í gær um að það skuli leyst upp liggi samkomulag um myndun ríkisstjórnar ekki fyrir seint á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá þyrftu Ísraelar að ganga aftur til kosninga. Trump Bandaríkjaforseti hlutaðist um stjórnarmyndunina í gær þegar hann tísti stuðningi við Netanjahú. „Vona að hlutirnir gangi upp í stjórnarmyndunarviðræðum í Ísrael og að Bibi [Netanjahú] og ég getum haldið áfram að gera bandalagið á milli Bandaríkjanna og Ísraels sterkar en nokkru sinni áður. Margt er enn ógert!“ tísti Trump.Hoping things will work out with Israel's coalition formation and Bibi and I can continue to make the alliance between America and Israel stronger than ever. A lot more to do!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 27, 2019 Í kosningabaráttunni veitti Trump vini sínum Netanjahú einnig stóran sigur aðeins tveimur vikum fyrir kjördag þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn myndu viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Ísraelar hertóku landsvæðið í sex daga stríðinu árið 1967 og hafa í reynd innlimað það. Netanjahú hefur verið umsetinn undanfarna mánuði. Fyrr á þessu ári kom í ljós að ríkissaksóknari ætlaði að ákæra forsætisráðherrann fyrir spillingu. Netanjahú er meðal annars sakaður um að hafa þegið mútur og gefið pólitíska greiða gegn hagfelldri fjölmiðlaumfjöllun. Tugir þúsunda manna mótmæltu tilraunum Netanjahú til að tryggja sér friðhelgi fyrir ákæru á götum Tel Aviv á laugardagskvöld. Fyrir tveimur vikum freistaði Netanjahú þess að gera bindandi samkomulag við væntanlega samstarfsflokka í ríkisstjórn um frumvarp sem hefði gefið honum friðhelgi fyrir saksókn á meðan hann er í embætti.Áætlað er að um 50.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn Netanjahú í Tel Aviv á laugardag.Vísir/EPA
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Tengdar fréttir Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54 Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30 Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum. 31. mars 2019 13:54
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47
Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur. 6. apríl 2019 23:30
Netanjahú líklegur til að setjast aftur í forsætisráðherrastólinn Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela er talinn líklegur til að tryggja sitt fimmta kjörtímabil eftir kosningarnar þar í landi í gær. 10. apríl 2019 07:24