Mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláni til Kaupþings Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. maí 2019 06:30 Már Guðmundsson segir mikilvægt að draga lærdóma af neyðarláninu en ekkert bendi til þess að ráðstöfunin hafi verið óeðlileg. Fréttablaðið/Anton Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að tvo meginlærdóma þurfi að draga af neyðarláni bankans til Kaupþings í október 2008. Skýrsla um lánveitinguna sem verið hefur í vinnslu í bankanum síðastliðin fjögur ár var kynnt í gær. „Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýsluna betur varðandi lánveitingar af þessu tagi. Það er að mínu viti gert í frumvarpi til laga um Seðlabankann sem nú liggur fyrir Alþingi.“ Þannig yrði ákvörðunin skráð í fundargerð þar sem einnig kæmi fram af hverju hún var tekin. „Það er mjög mikilvægt til að geta lagt mat á svona aðgerðir.“ Hinn meginlærdómurinn sem Már nefnir er um mikilvægi þess að seðlabankar hafi á hverjum tíma betri innsýn í það hvaða veð séu tiltæk og hægt að nota komi til svona lánveitinga. „Þannig þurfi ekki að vera meta það á einhverjum hlaupum og þá með mistakaáhættu á meðan fárviðrið geisar. Ég held að í því samhengi sé það líka lærdómur að veð í hlutafé, og ég tala nú ekki um í hlutafé erlends banka, er ekki heppilegt veð.“ Varðandi ákvörðunina um lánveitinguna segir Már ljóst að hún hafi ekki verið rétt í þeim skilningi að þær tvær forsendur sem hún virðist hafa verið byggð á hafi reynst rangar. Annars vegar að með lánveitingunni yrði tryggt að í landinu yrði starfandi einn alhliða banki og hins vegar að áhættan væri ekki svo mikil vegna þess að um mjög góð veð væri að ræða. „Ákvörðunin er samt skiljanleg í ljósi aðstæðna og í raun og veru er alveg greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun áttu ekki von á því að það yrðu svona miklir erfiðleikar í dönsku efnahagslífi.“ Þeir erfiðleikar hafi haft mikil áhrif á verðmæti FIH-bankans sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir láninu. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á það hvernig Kaupþing ráðstafaði láninu en engin skilyrði voru sett fyrir því af hálfu Seðlabankans. „Þarna eru greiðslur sem eru alveg greinilega þannig að ef þær hefðu ekki verið inntar af hendi hefði bankinn fallið þá og þegar. Það er ljóst að þær greiðslur nema að minnsta kosti 442 milljónum evra,“ segir Már. Á móti komi að auk 500 milljóna evra lánsins frá Seðlabankanum hafi aðrar inngreiðslur til Kaupþings numið 698 milljónum evra. Ekki sé hins vegar hægt að kafa ofan í þær greiðslur. „Við höfum enga möguleika til þess. Það er ekkert sem sést þarna sem hægt er að segja að hafi verið óeðlilegt. Það blasir ekki við.“ Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að tvo meginlærdóma þurfi að draga af neyðarláni bankans til Kaupþings í október 2008. Skýrsla um lánveitinguna sem verið hefur í vinnslu í bankanum síðastliðin fjögur ár var kynnt í gær. „Í fyrsta lagi þarf að skýra stjórnsýsluna betur varðandi lánveitingar af þessu tagi. Það er að mínu viti gert í frumvarpi til laga um Seðlabankann sem nú liggur fyrir Alþingi.“ Þannig yrði ákvörðunin skráð í fundargerð þar sem einnig kæmi fram af hverju hún var tekin. „Það er mjög mikilvægt til að geta lagt mat á svona aðgerðir.“ Hinn meginlærdómurinn sem Már nefnir er um mikilvægi þess að seðlabankar hafi á hverjum tíma betri innsýn í það hvaða veð séu tiltæk og hægt að nota komi til svona lánveitinga. „Þannig þurfi ekki að vera meta það á einhverjum hlaupum og þá með mistakaáhættu á meðan fárviðrið geisar. Ég held að í því samhengi sé það líka lærdómur að veð í hlutafé, og ég tala nú ekki um í hlutafé erlends banka, er ekki heppilegt veð.“ Varðandi ákvörðunina um lánveitinguna segir Már ljóst að hún hafi ekki verið rétt í þeim skilningi að þær tvær forsendur sem hún virðist hafa verið byggð á hafi reynst rangar. Annars vegar að með lánveitingunni yrði tryggt að í landinu yrði starfandi einn alhliða banki og hins vegar að áhættan væri ekki svo mikil vegna þess að um mjög góð veð væri að ræða. „Ákvörðunin er samt skiljanleg í ljósi aðstæðna og í raun og veru er alveg greinilegt að þeir sem tóku þessa ákvörðun áttu ekki von á því að það yrðu svona miklir erfiðleikar í dönsku efnahagslífi.“ Þeir erfiðleikar hafi haft mikil áhrif á verðmæti FIH-bankans sem Seðlabankinn tók sem veð fyrir láninu. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á það hvernig Kaupþing ráðstafaði láninu en engin skilyrði voru sett fyrir því af hálfu Seðlabankans. „Þarna eru greiðslur sem eru alveg greinilega þannig að ef þær hefðu ekki verið inntar af hendi hefði bankinn fallið þá og þegar. Það er ljóst að þær greiðslur nema að minnsta kosti 442 milljónum evra,“ segir Már. Á móti komi að auk 500 milljóna evra lánsins frá Seðlabankanum hafi aðrar inngreiðslur til Kaupþings numið 698 milljónum evra. Ekki sé hins vegar hægt að kafa ofan í þær greiðslur. „Við höfum enga möguleika til þess. Það er ekkert sem sést þarna sem hægt er að segja að hafi verið óeðlilegt. Það blasir ekki við.“
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent