Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2019 12:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna, Bergþór Ólason varaformaður þingflokks Miðflokksins og Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira