Sameinað Alþingi Lilja Alfreðsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:00 Staða innflytjenda í menntakerfinu var nýverið til umræðu á Alþingi og var málshefjandi umræðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Umræðurnar snerust mikið til um stöðu barna og ungmenna með annað móðurmál en íslensku. Rannsóknir benda til þess að ein helsta áskorun íslensks menntakerfis sé staða slíkra nemenda en hlúa þarf mun betur að námsframvindu þeirra. Niðurstöður alþjóðlegu menntakönnunarinnar PISA staðfesta mikilvægi þess, skólasókn innflytjenda í framhaldsskóla er minni en annarra nemenda og vísbendingar eru um að brottfall sé algengara meðal þeirra og aðsókn í háskóla minni. Áskoranir þessara nemenda eru margþættar en tungumálið er óneitanlega sú stærsta. Stjórnvöld leggja nú sérstaka áherslu á að efla íslenskuna á sem flestum sviðum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þess efnis og inniheldur hún heildstæða aðgerðaáætlun í 22 liðum. Í henni er meðal annars lagt til að þeir sem búsettir eru á Íslandi og hafa annað móðurmál en íslensku, börn jafnt sem fullorðnir, fái viðeigandi og jafngild tækifæri til íslenskunáms og stuðning í samræmi við þarfir sínar. Að auki hefur verið settur á laggirnar starfshópur sem Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum ungra barna, fer fyrir. Sá hópur mun móta heildarstefnu í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku. Einnig höfum við þegar gripið til beinna aðgerða til að bæta þjónustu með því að þrefalda framlög til sérstakrar íslenskukennslu. Það sem var ánægjulegast við þessa sérstöku umræðu í þinginu var sá einhugur sem ríkir um að gera betur í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku. Sú þverpólitíska samstaða um að gera betur í þessum efnum er dýrmæt og þótti mér vænt um að heyra innlegg þeirra þingmanna, úr öllum flokkum, sem lögðu sitt af mörkum til hennar. Þingmenn eru tilbúnir í þessa vegferð og vilja bæta þá þjónustu sem við veitum börnunum okkar. Við erum opið og framsækið samfélag sem vill nýta hæfileika allra þeirra sem búa hér. Í sameiningu og samvinnu munum við vinna að umbótum á menntakerfinu, til heilla fyrir samfélagið allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Staða innflytjenda í menntakerfinu var nýverið til umræðu á Alþingi og var málshefjandi umræðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Umræðurnar snerust mikið til um stöðu barna og ungmenna með annað móðurmál en íslensku. Rannsóknir benda til þess að ein helsta áskorun íslensks menntakerfis sé staða slíkra nemenda en hlúa þarf mun betur að námsframvindu þeirra. Niðurstöður alþjóðlegu menntakönnunarinnar PISA staðfesta mikilvægi þess, skólasókn innflytjenda í framhaldsskóla er minni en annarra nemenda og vísbendingar eru um að brottfall sé algengara meðal þeirra og aðsókn í háskóla minni. Áskoranir þessara nemenda eru margþættar en tungumálið er óneitanlega sú stærsta. Stjórnvöld leggja nú sérstaka áherslu á að efla íslenskuna á sem flestum sviðum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þess efnis og inniheldur hún heildstæða aðgerðaáætlun í 22 liðum. Í henni er meðal annars lagt til að þeir sem búsettir eru á Íslandi og hafa annað móðurmál en íslensku, börn jafnt sem fullorðnir, fái viðeigandi og jafngild tækifæri til íslenskunáms og stuðning í samræmi við þarfir sínar. Að auki hefur verið settur á laggirnar starfshópur sem Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum ungra barna, fer fyrir. Sá hópur mun móta heildarstefnu í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku. Einnig höfum við þegar gripið til beinna aðgerða til að bæta þjónustu með því að þrefalda framlög til sérstakrar íslenskukennslu. Það sem var ánægjulegast við þessa sérstöku umræðu í þinginu var sá einhugur sem ríkir um að gera betur í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku. Sú þverpólitíska samstaða um að gera betur í þessum efnum er dýrmæt og þótti mér vænt um að heyra innlegg þeirra þingmanna, úr öllum flokkum, sem lögðu sitt af mörkum til hennar. Þingmenn eru tilbúnir í þessa vegferð og vilja bæta þá þjónustu sem við veitum börnunum okkar. Við erum opið og framsækið samfélag sem vill nýta hæfileika allra þeirra sem búa hér. Í sameiningu og samvinnu munum við vinna að umbótum á menntakerfinu, til heilla fyrir samfélagið allt.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun