Var handtekinn eftir 18 daga morðæði Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 22:02 James Michael Wright er ákærður fyrir að hafa myrt þrjár konur. skjáskot Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum hefur handtekið 23 ára gamlan mann vegna gruns um þrjú morð. Maðurinn, sem ber nafnið James Michael Wright, var starfsmaður farandstívolís og er grunaður um að hafa orðið þremur konum að bana, en þær voru allar búsettar í sínu hvoru fylkinu. Morðin voru framin á 18 daga tímabili, frá 28. febrúar til 17. mars. Wright varð þremur konum að bana, sem voru á aldrinum 17 til 25 ára, en hann hitti þær allar á meðan hann var að vinna fyrir farandstívolíið. Hann sannfærði þær allar til að koma og hitta sig í borginni Mendota í Virginíu þar sem hann bjó, áður en hann skaut þær til bana. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Fred Newman, fógeti í Washington sýslu, að Wright hafi verið ákærður fyrir þrjú morð af ásetningi og að hann hafi játað sök í yfirheyrslum lögreglu. Newman sagði að Wright hafi haldið því fram að hann hafi skotið þær óvart. Síðasta fórnarlamb Wright var Athina Hopson sem var 25 ára gömul. Samkvæmt frænku Hopson, Alyssu Chapman, segir hún Wright hafa ítrekað komið heim til hennar til að sækja Hopson. Móðir Hopson sagði hana hafa átt í fjárhagserfiðleikum og verið að þrífa hús Wright fyrir gjald. Þann 17. mars sótti Wright Hopson til að þrífa húsið en hún kom aldrei til baka. Wright lenti í alvarlegu bílslysi að morgni 19. mars þegar hann keyrði í veg fyrir skólarútu og slasaðist alvarlega, en hann var brotinn á fæti, hendi og mjöðm. Þegar Chapman frétti af bílslysinu varð hún áhyggjufull vegna frænku sinnar og hafði samband við Wright til að spyrjast fyrir um hana. Hann sagði henni að hann hafi lent í slysinu rétt eftir að hann hafði keyrt Hopson heim. Chapman grunaði þó að hann segði ekki satt og hafði samband við lögreglu tveimur dögum síðar. Í kjölfarið tengdu lögregluyfirvöld í fylkjunum þremur mál kvennanna saman í gegn um Wright. Stuttu síðar fékk lögregla leitarheimild fyrir heimili Wrights og fundu á eigninni lík tveggja kvenna, Elizabeth Marie Vanmeter, sem var 22 ára gömul og frá Tennessee, og Joslyn Alsup, sem var aðeins 17 ára gömul og frá Georgíu. Pabbi Alsup vann með Wright í tívolíinu sagði Newman. Wright sagði lögreglu að hann hafi ætlað að keyra Hopson upp á spítala og komið henni fyrir uppi á palli bíls síns, en að líkið hafi dottið af honum og rúllað út í á sem rann hjá. Lík hennar hefur enn ekki fundist. Hægt er að lesa ítarlegar um málið hér. Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum hefur handtekið 23 ára gamlan mann vegna gruns um þrjú morð. Maðurinn, sem ber nafnið James Michael Wright, var starfsmaður farandstívolís og er grunaður um að hafa orðið þremur konum að bana, en þær voru allar búsettar í sínu hvoru fylkinu. Morðin voru framin á 18 daga tímabili, frá 28. febrúar til 17. mars. Wright varð þremur konum að bana, sem voru á aldrinum 17 til 25 ára, en hann hitti þær allar á meðan hann var að vinna fyrir farandstívolíið. Hann sannfærði þær allar til að koma og hitta sig í borginni Mendota í Virginíu þar sem hann bjó, áður en hann skaut þær til bana. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Fred Newman, fógeti í Washington sýslu, að Wright hafi verið ákærður fyrir þrjú morð af ásetningi og að hann hafi játað sök í yfirheyrslum lögreglu. Newman sagði að Wright hafi haldið því fram að hann hafi skotið þær óvart. Síðasta fórnarlamb Wright var Athina Hopson sem var 25 ára gömul. Samkvæmt frænku Hopson, Alyssu Chapman, segir hún Wright hafa ítrekað komið heim til hennar til að sækja Hopson. Móðir Hopson sagði hana hafa átt í fjárhagserfiðleikum og verið að þrífa hús Wright fyrir gjald. Þann 17. mars sótti Wright Hopson til að þrífa húsið en hún kom aldrei til baka. Wright lenti í alvarlegu bílslysi að morgni 19. mars þegar hann keyrði í veg fyrir skólarútu og slasaðist alvarlega, en hann var brotinn á fæti, hendi og mjöðm. Þegar Chapman frétti af bílslysinu varð hún áhyggjufull vegna frænku sinnar og hafði samband við Wright til að spyrjast fyrir um hana. Hann sagði henni að hann hafi lent í slysinu rétt eftir að hann hafði keyrt Hopson heim. Chapman grunaði þó að hann segði ekki satt og hafði samband við lögreglu tveimur dögum síðar. Í kjölfarið tengdu lögregluyfirvöld í fylkjunum þremur mál kvennanna saman í gegn um Wright. Stuttu síðar fékk lögregla leitarheimild fyrir heimili Wrights og fundu á eigninni lík tveggja kvenna, Elizabeth Marie Vanmeter, sem var 22 ára gömul og frá Tennessee, og Joslyn Alsup, sem var aðeins 17 ára gömul og frá Georgíu. Pabbi Alsup vann með Wright í tívolíinu sagði Newman. Wright sagði lögreglu að hann hafi ætlað að keyra Hopson upp á spítala og komið henni fyrir uppi á palli bíls síns, en að líkið hafi dottið af honum og rúllað út í á sem rann hjá. Lík hennar hefur enn ekki fundist. Hægt er að lesa ítarlegar um málið hér.
Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira