Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 16:49 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA/FILIP SINGER Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. „Við erum í mun erfiðara og mun hættulegra öryggisástandi en við höfum verið áður á minni ævi. Þetta er verra en í kalda stríðinu,“ sagði Frederiksen í dag samkvæmt TV2. Fregnir hafa borist af því að ríkisstjórn Danmerkur ætlar að setja milljarða danskra króna í sérstakan sjóð sem ætlaður er til hergagnakaupa og hernaðaruppbyggingar. Sjóður þessi á, samkvæmt TV2, að innihalda fimmtíu milljarða króna og stendur til að nota helminginn á þessu ári og restina á því næsta. Samkvæmt heimildum DR stendur meðal annars til að nota peningana til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. DR segir að allt að hundrað milljónir danskra króna verði settir í sjóðinn. Ein dönsk króna samsvarar tæpum tuttugu íslenskum. Sama hvort reynist rétt er um að ræða hundruð milljarða íslenskra króna. Til stendur að kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum málum frekar á morgun. Ráðamenn víða um Evrópu hafa áhyggjur af stöðu varnarmála þessa daga, þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og hans fólk hafa gert ljóst að þeir ætli að draga úr umsvifum Bandaríkjanna í Evrópu. Trump-liðar hafa gagnrýnt ríki Evrópu harðlega fyrir að verja litlu til varnarmála og hafa kallað eftir umfangsmikilli aukningu þar á. Frederiksen sat í gær leiðtogafund í París, þar sem staðan var rædd í þaula. Eftir fundinn sagði hún mikilvægasta boðskap fundarins hafa verið að Evrópa þurfi að vígbúast. Uppbygging nauðsynleg til að koma í veg fyrir stríð Í ávarpi á þingi í vísaði Frederiksen til nýársræðu sinnar þar sem hún talaði um að Danir þyrftu að undirbúa sig fyrir sviðsmyndir sem fáir hefðu getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum. Hún sagði í dag að hversu hratt þessar sviðsmyndir hefðu raungerst hefðu komið henni á óvart. Ástandið væri erfitt fyrir ríkið, konungsríkið og heimsálfuna alla. Hún sagði hernaðaruppbyggingu nauðsynlega til að koma í veg fyrir stríð. Sjá einnig: Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Vísaði hún til vendinga vaðandi mögulegar friðarviðræður í Úkraínu og að stíga þyrfti varlega til jarðar í þeim efnum. Vopnahlé án friðarsamkomulags gæti veitt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tækifæri til að byggja upp her sinn á nýju og gera í kjölfarið aðra innrás í Úkraínu eða ógna öðrum ríkjum. Hún sagði vopnahlé án friðar líklega það sem Pútín ætlaði sér og þess vegna væri hún hlynnt inngöngu Úkraínu í NATO. Frederiksen var spurð út í það hvaðan fjármunirnir ættu að koma og sagði hún mögulegt að næstu ár gætu orðið erfið. Breyta þurfi forgangsröðum þegar kemur að því að verja peningum ríkisins. Þá sagði hún að hún myndi vilja eiga þá umræðu milli stjórnmálaflokkanna í Danmörku. Danmörk Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Donald Trump Tengdar fréttir Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09 Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13 Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47 Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. febrúar 2025 06:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
„Við erum í mun erfiðara og mun hættulegra öryggisástandi en við höfum verið áður á minni ævi. Þetta er verra en í kalda stríðinu,“ sagði Frederiksen í dag samkvæmt TV2. Fregnir hafa borist af því að ríkisstjórn Danmerkur ætlar að setja milljarða danskra króna í sérstakan sjóð sem ætlaður er til hergagnakaupa og hernaðaruppbyggingar. Sjóður þessi á, samkvæmt TV2, að innihalda fimmtíu milljarða króna og stendur til að nota helminginn á þessu ári og restina á því næsta. Samkvæmt heimildum DR stendur meðal annars til að nota peningana til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. DR segir að allt að hundrað milljónir danskra króna verði settir í sjóðinn. Ein dönsk króna samsvarar tæpum tuttugu íslenskum. Sama hvort reynist rétt er um að ræða hundruð milljarða íslenskra króna. Til stendur að kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum málum frekar á morgun. Ráðamenn víða um Evrópu hafa áhyggjur af stöðu varnarmála þessa daga, þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og hans fólk hafa gert ljóst að þeir ætli að draga úr umsvifum Bandaríkjanna í Evrópu. Trump-liðar hafa gagnrýnt ríki Evrópu harðlega fyrir að verja litlu til varnarmála og hafa kallað eftir umfangsmikilli aukningu þar á. Frederiksen sat í gær leiðtogafund í París, þar sem staðan var rædd í þaula. Eftir fundinn sagði hún mikilvægasta boðskap fundarins hafa verið að Evrópa þurfi að vígbúast. Uppbygging nauðsynleg til að koma í veg fyrir stríð Í ávarpi á þingi í vísaði Frederiksen til nýársræðu sinnar þar sem hún talaði um að Danir þyrftu að undirbúa sig fyrir sviðsmyndir sem fáir hefðu getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum. Hún sagði í dag að hversu hratt þessar sviðsmyndir hefðu raungerst hefðu komið henni á óvart. Ástandið væri erfitt fyrir ríkið, konungsríkið og heimsálfuna alla. Hún sagði hernaðaruppbyggingu nauðsynlega til að koma í veg fyrir stríð. Sjá einnig: Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Vísaði hún til vendinga vaðandi mögulegar friðarviðræður í Úkraínu og að stíga þyrfti varlega til jarðar í þeim efnum. Vopnahlé án friðarsamkomulags gæti veitt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tækifæri til að byggja upp her sinn á nýju og gera í kjölfarið aðra innrás í Úkraínu eða ógna öðrum ríkjum. Hún sagði vopnahlé án friðar líklega það sem Pútín ætlaði sér og þess vegna væri hún hlynnt inngöngu Úkraínu í NATO. Frederiksen var spurð út í það hvaðan fjármunirnir ættu að koma og sagði hún mögulegt að næstu ár gætu orðið erfið. Breyta þurfi forgangsröðum þegar kemur að því að verja peningum ríkisins. Þá sagði hún að hún myndi vilja eiga þá umræðu milli stjórnmálaflokkanna í Danmörku.
Danmörk Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Donald Trump Tengdar fréttir Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09 Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13 Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47 Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. febrúar 2025 06:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09
Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13
Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47
Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. febrúar 2025 06:51