Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 19:46 Sendinefndir Bandaríkjanna og Rússlands sögðust hafa tekið fyrstu skref í átt að friði í dag. Evelyn Hockstein/AP Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. Fundur sendinefnda Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu í dag verður að teljast nokkuð sögulegur. Að loknum fyrsta fundi sögðu utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja að þeir hygðust setja á fót samningnefndir til að stýra viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Brýnast væri þó að skipa sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum og sömuleiðis sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi og bæta diplómatísk samskipti sem Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kennir Biden-stjórninni um að hafa spillt. „Endalausar brottvísanir sendifulltrúa okkar, sem við urðum að svara, viðvarandi vandamál, frysting eigna okkar og margt, margt fleira.“ Þá sagði Lavrov Bandaríkjamönnum að Rússar myndu ekki sætta sig við viðveru hermanna frá NATÓ ríkjunum í Úkraínu, sama í hvaða mynd. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst þá sannfærður um samningsvilja Rússa. En til að ná árangri þyrftu stríðandi fylkingar að gefa eftir. „Evrópusambandið verður að koma að borðinu á einhverjum tímapunkti því það hefur líka beitt refsiaðgerðum. Aðalmálið hérna er að markmiðið, sem við erum sammála um er að binda enda á þessi átök,“ sagði Rubio. Segir Trump eina leiðtogann sem gæti komið viðræðum á Rubio eignaði núverandi Bandaríkjaforseta heiðurinn að því að viðræðurnar ættu sér stað yfir höfuð. „Þótt þessi átök hafi staðið í þrjú ár hefur engum öðrum tekist að gera neitt líkt því sem við sáum í dag því Donald Trump er eini leiðtoginn sem getur það.“ Á meðan Rússar og Bandaríkjamenn funduðu í Sádi-Arabía var Úkraínuforseti staddur í opinberri heimsókn í Tyrklandi þar sem hann lýsti furðu sinni yfir atburðarásinni. „Ég er sannfærður um að fyrir Úkraínu og fyrir okkar heimshluta, fyrir Evrópu, skiptir það öllu máli að við samningaviðræður um að binda enda á stríðið verði ekki farið á bakvið þá sem hafa orðið fyrir innrás Rússa,“ sagði Zelensky. Zelensky var ekki sá eini sem undraðist yfir atburðarásinni sem leiddi til þess að Rússar og Bandaríkjamenn hæfu friðarviðræður án aðkomu Úkraínu. Íslenskir ráðherrar undrast líka á fjarveru Úkraínu við samningaborðið Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra var spurð út í vendingarnar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég held að það skipti máli að við höldum því áfram til haga að Úkraína þarf að sitja við þetta borð og Evrópa þarf að sitja við þetta borð. Þetta snýst um stöðu öryggis- og varnamála og friðarmála í Evrópu og það hafa verið skilaboðin sem hafa komið frá leiðtogum Evrópuríkja.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að nú væru að eiga sér stað straumhvörf í málinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað sérstakt að Bandaríkin eru að funda með Rússum í Sádi-Arabíu um frið í Úkraínu og Evrópu en við skulum bara bíða og sjá. Vonandi kemur eitthvað út úr þessu.“ Þorgerður sótti öryggisráðstefnu í Munchen og fannst gott að heyra á öðrum kjörnum fulltrúum í Evrópu að þeir væru sammála um að vilja taka afgerandi skref. „Ekki bara vilja heldur ætla að taka þau skref sem þarf að taka til að tryggja frið í Úkraínu því friður í Úkraínu þýðir friður í Evrópu. Ef við ætlum ekki að verjast Pútín og við náum ekki friði í Úkraínu þá þýðir það mikið óöryggi fyrir öll önnur ríki í Evrópu og þess vegna erum við Íslendingar meðal annars að segja staðfastlega að við stöndum með Úkraínu og við stöndum með því að Evrópa og Úkraína verði röddin við borðið.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Evrópusambandið Sádi-Arabía Tengdar fréttir Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. 18. febrúar 2025 14:11 Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. 18. febrúar 2025 07:15 Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54 Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. 15. febrúar 2025 23:58 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Sjá meira
Fundur sendinefnda Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu í dag verður að teljast nokkuð sögulegur. Að loknum fyrsta fundi sögðu utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja að þeir hygðust setja á fót samningnefndir til að stýra viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Brýnast væri þó að skipa sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum og sömuleiðis sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi og bæta diplómatísk samskipti sem Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kennir Biden-stjórninni um að hafa spillt. „Endalausar brottvísanir sendifulltrúa okkar, sem við urðum að svara, viðvarandi vandamál, frysting eigna okkar og margt, margt fleira.“ Þá sagði Lavrov Bandaríkjamönnum að Rússar myndu ekki sætta sig við viðveru hermanna frá NATÓ ríkjunum í Úkraínu, sama í hvaða mynd. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst þá sannfærður um samningsvilja Rússa. En til að ná árangri þyrftu stríðandi fylkingar að gefa eftir. „Evrópusambandið verður að koma að borðinu á einhverjum tímapunkti því það hefur líka beitt refsiaðgerðum. Aðalmálið hérna er að markmiðið, sem við erum sammála um er að binda enda á þessi átök,“ sagði Rubio. Segir Trump eina leiðtogann sem gæti komið viðræðum á Rubio eignaði núverandi Bandaríkjaforseta heiðurinn að því að viðræðurnar ættu sér stað yfir höfuð. „Þótt þessi átök hafi staðið í þrjú ár hefur engum öðrum tekist að gera neitt líkt því sem við sáum í dag því Donald Trump er eini leiðtoginn sem getur það.“ Á meðan Rússar og Bandaríkjamenn funduðu í Sádi-Arabía var Úkraínuforseti staddur í opinberri heimsókn í Tyrklandi þar sem hann lýsti furðu sinni yfir atburðarásinni. „Ég er sannfærður um að fyrir Úkraínu og fyrir okkar heimshluta, fyrir Evrópu, skiptir það öllu máli að við samningaviðræður um að binda enda á stríðið verði ekki farið á bakvið þá sem hafa orðið fyrir innrás Rússa,“ sagði Zelensky. Zelensky var ekki sá eini sem undraðist yfir atburðarásinni sem leiddi til þess að Rússar og Bandaríkjamenn hæfu friðarviðræður án aðkomu Úkraínu. Íslenskir ráðherrar undrast líka á fjarveru Úkraínu við samningaborðið Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra var spurð út í vendingarnar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég held að það skipti máli að við höldum því áfram til haga að Úkraína þarf að sitja við þetta borð og Evrópa þarf að sitja við þetta borð. Þetta snýst um stöðu öryggis- og varnamála og friðarmála í Evrópu og það hafa verið skilaboðin sem hafa komið frá leiðtogum Evrópuríkja.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að nú væru að eiga sér stað straumhvörf í málinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað sérstakt að Bandaríkin eru að funda með Rússum í Sádi-Arabíu um frið í Úkraínu og Evrópu en við skulum bara bíða og sjá. Vonandi kemur eitthvað út úr þessu.“ Þorgerður sótti öryggisráðstefnu í Munchen og fannst gott að heyra á öðrum kjörnum fulltrúum í Evrópu að þeir væru sammála um að vilja taka afgerandi skref. „Ekki bara vilja heldur ætla að taka þau skref sem þarf að taka til að tryggja frið í Úkraínu því friður í Úkraínu þýðir friður í Evrópu. Ef við ætlum ekki að verjast Pútín og við náum ekki friði í Úkraínu þá þýðir það mikið óöryggi fyrir öll önnur ríki í Evrópu og þess vegna erum við Íslendingar meðal annars að segja staðfastlega að við stöndum með Úkraínu og við stöndum með því að Evrópa og Úkraína verði röddin við borðið.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Evrópusambandið Sádi-Arabía Tengdar fréttir Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. 18. febrúar 2025 14:11 Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. 18. febrúar 2025 07:15 Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54 Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. 15. febrúar 2025 23:58 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Sjá meira
Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. 18. febrúar 2025 14:11
Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. 18. febrúar 2025 07:15
Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17. febrúar 2025 20:54
Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. 15. febrúar 2025 23:58