Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2025 07:03 Kastast hefur í kekki milli Trump og Selenskí frá því að þeir funduðu í New York síðasta haust, áður en Trump var kjörinn forseti. Getty/Alex Kent „Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í samtali við BBC um borð í Air Force One í gær, á leið frá Flórída til Washington D.C. Þegar ýtt var á hann um það hvort hann teldi Rússa virkilega vilja frið svaraði hann játandi. Trump kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta tvívegis „einræðisherra“ í gær, ásakaði hann fyrir að hafa ekki boðað til kosninga í fyrra og gerði lítið úr vinsældum hans. Þvert á það sem Trump hefur fullyrt, að Selenskí njóti aðeins stuðnings fjögurra prósenta þjóðarinnar segir BBC Verify, þar sem unnið er að því að sannreyna fullyrðingar ráðamanna, að ný könnun í þessum mánuði hafi leitt í ljós að 57 prósent Úkraínumanna treysti forsetanum. Ráðamenn í bæði Bretlandi og Þýskalandi hafa ítrekað stuðning sinn við Selenskí í kjölfar ummæla Trump. Gjá virðist hafa myndast milli Trump og Selenskís eftir að fyrrnefndi sagði Úkraínumenn hafa haft þrjú ár til að ganga til samninga við Rússa og lét að því liggja að þeir gætu sjálfum sér um kennt um stöðu mála. Selenskí brást við með því að segja Trump búa í upplýsingaóreiðu en Bandaríkjaforseti brást við með því að kalla kollega sinn „einræðisherra“ og hóta honum undir rós; nú þyrfti hann að bregðast hratt við eða eiga það á hættu að missa landið sitt. Bandaríkin Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í samtali við BBC um borð í Air Force One í gær, á leið frá Flórída til Washington D.C. Þegar ýtt var á hann um það hvort hann teldi Rússa virkilega vilja frið svaraði hann játandi. Trump kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta tvívegis „einræðisherra“ í gær, ásakaði hann fyrir að hafa ekki boðað til kosninga í fyrra og gerði lítið úr vinsældum hans. Þvert á það sem Trump hefur fullyrt, að Selenskí njóti aðeins stuðnings fjögurra prósenta þjóðarinnar segir BBC Verify, þar sem unnið er að því að sannreyna fullyrðingar ráðamanna, að ný könnun í þessum mánuði hafi leitt í ljós að 57 prósent Úkraínumanna treysti forsetanum. Ráðamenn í bæði Bretlandi og Þýskalandi hafa ítrekað stuðning sinn við Selenskí í kjölfar ummæla Trump. Gjá virðist hafa myndast milli Trump og Selenskís eftir að fyrrnefndi sagði Úkraínumenn hafa haft þrjú ár til að ganga til samninga við Rússa og lét að því liggja að þeir gætu sjálfum sér um kennt um stöðu mála. Selenskí brást við með því að segja Trump búa í upplýsingaóreiðu en Bandaríkjaforseti brást við með því að kalla kollega sinn „einræðisherra“ og hóta honum undir rós; nú þyrfti hann að bregðast hratt við eða eiga það á hættu að missa landið sitt.
Bandaríkin Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira