Trump fetar í fótspor Breivik Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. febrúar 2025 11:57 Bæði Donald Trump og Anders Behring Breivik notuðu frasa, sem hefur verið eignaður Napóleon Bónaparte, að því er virðist til að réttlæta lögbrot sín. Getty/AFP „Sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög,“ sagði Donald Trump á samfélagsmiðlum síðustu helgi. Frasinn er gjarnan eignaður Napóleon Bónaparte og hefur verið notaður af ýmsum mönnum, þar á meðal forseta El Salvador og Anders Behring Breivik. Trump birti færslur með orðunum bæði á X (áður Twitter) og sínum eigin miðli, Truth Social. Aðgangur Hvíta hússins á X deildi síðan færslunni með mynd af forsetanum. pic.twitter.com/95GzNiAaqs— The White House (@WhiteHouse) February 15, 2025 Frasinn hefur gjarnan verið eignaður Napóleon Bónaparte, hershöfðingja sem krýndi sjálfan sig Frakkakeisara árið 1804, leysti upp franska lýðveldið og stofnaði fyrra franska keisaraveldið. Hann átti síðan eftir að taka yfir mestalla Evrópu áður en hann var sigraður í Orrustunni við Waterloo árið 1815 og sendur í útlegð til Sankti Helenu þar sem hann lést sex árum síðar, 51 árs að aldri. Eins og knapi sem hatar hest sinn Yfirlýsing Trump vakti hörð viðbrögð fjölda fólks, þar á meðal Demókrata og ákveðinna Repúblikana. Öldugadeildarþingmaðurinn Adam Schiff svaraði Trump á X og sagði: „Eins og mælt úr munni sanns einsræðisherra.“ Jamelle Bouie, dálkahöfundur New York Times, sagði yfirlýsingu forsetans vera þá allra ó-bandaríkustu og and-stjórnarskrárlegustu sem nokkur bandarískur forseti hefði gefið frá sér. Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur gagnrýnt Donald Trump ítrekað.Vísir/afp Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins sem Trump rak eftir tíu daga í starfi og hefur gagnrýnt forsetann harðlega undanfarin ár, deildi yfirlýsingu Trump og sagði: „Vill vera einræðisherra. Ef þú sérð það ekki er það af því þú vilt ekki sjá það.“ Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trump, virtist svara forsetanum óbeint með því að deila esseyju sinni „Forsetinn og stjórnarskráin“ frá 2010. Í henni skrifaði Pence: „Forseti sem sýnir stjórnarskránni lítilsvirðingu er eins og knapi sem hatar hest sinn: honum verður kastað og þjóðinni með honum.“ The Presidency and the Constitution - Imprimis (October 2010) https://t.co/qz7ySAUnor— Mike Pence (@Mike_Pence) February 15, 2025 Bill Kristol, fyrrverandi skrifstofustjóri varaforsetans Dan Quayle og nýfrjálshyggjupenni, skrifaði færslu á Bluesky þar sem hann sagði: „Við erum komin á alvöru Führerprinzip-slóðir hérna.“ Führerprinzip, sem mætti þýða sem leiðtogalögmál, var grunnurinn að alræði Adolfs Hitler sem gerði hann æðri lögum landsins og gaf honum völd yfir öllum stofnunum. Reince Priebus, formaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins frá 2011 til 2017 og skrifstofustjói Hvíta hússins fyrstu sex mánuði fyrr forsetatíðar Trump, gaf lítið fyrir gagnrýni fólks og sagði Trump einfaldlega vera að reyna að æsa fólk. „Þetta er skemmtun fyrir Trump og dægrastytting,“ sagði hann í þættinum „This Week“ á ABC News. Mike Pence ásamt Reince Preibus áður en Trump tók við völdum árið 2016.Nordicphotos/AFP Balzac, Bónaparte, Bukele og Behring Breivik Trump er ekki sá fyrsti til að fara með þessi frægu orð. Fyrir rúmu ári síðan deildi Nayib Bukele, forseti El Salvador, frasanum á X í tengslum við aukna hörku lögreglunnar í Kosta Ríka í garð glæpamanna. "He who saves his country violates no law". https://t.co/SzzbNkpIrF— Nayib Bukele (@nayibbukele) January 24, 2024 Yfirvöld í Kosta Ríka fóru þar að fordæmi yfirvalda í El Salvador sem undir stjórn Bukele hafa handtekið tugi þúsunda meintra glæpama án sérstakra handtökuskipana. Mannréttindasamtök sögðu það hafa leitt til þess að fólk væri handtekið að geðþótta lögreglunnar eða á grundvelli aldurs og búsetu. Þrettán árum fyrr notaði norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik frasann í 1.500 blaðsíðna manifestói sínu, 2083: Evrópsk sjálfstæðisyfirlýsing. Þar rökstuddi Breivik hryðjuverk sín í Útey og Osló þar sem hann myrti samanlegt 77 manns, þar af 33 börn, með frasanum. Morðin sagði hann nauðsynleg til að vernda Evrópu gegn „Evrabíu“ sem er samsæriskenning um að glóbalistar vilji Íslamsvæða Evrópu. Breivik verður ekki sleppt lausum í bráð virðist vera.EPA-EFE/Ole Berg-Rusten Rökstuðningur hans hélt hins vegar ekki vatni fyrir dómstólum og hlaut hann 21 árs dóm með möguleika á ótímabundinni framlengingu svo lengi sem hann er metinn hættulegur samfélaginu. Breivik sem hefur verið í fangelsi síðustu fjórtán ár ku vera orðinn mikil aðdáandi Trump og segist nú skilgreina sig sem nasista. Frasinn sjálfur virðist þó ekki endilega vera kominn frá Bónaparte sem var vissulega mikill frasakóngur og sagði meðal annars: „aldrei trufla óvin þinn þegar hann er að gera mistök,“ „sagan er safn umsaminna lyga“ og „ómögulegt er ekki franskt“. Napóleon tók yfir næstum alla Evrópu, var sendur í útlegð, sneri aftur til Frakklands og tók við völdum áður en hann var sendur aftur í útlegð.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Ágreiningur hefur þó ríkt um hvort keisarinn hafi raunverulega sagt alla þessa frasa. Þar á meðal „sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög“ sem birtist fyrst í bókinni Maximes et pensées de Napoléon (Einkunnarorð og hugsanir Napóleons) sem Honoré de Balzac gaf út 1833. Balzac vísar ekki í neinar heimildir í bókinni en á að hafa verið í bréfasamskiptum við frænku Napóleons eftir að hann dó. Mennirnir voru samtímamenn en hittust aldrei. Það er því ómögulegt að segja hvort Napóleon sagði þessi frægu orð sem hafa endurómað undanfarin ár. Hins vegar er frasinn alveg í takt við hugmyndafræði keisarans sem lýsti sig Frakkakeisara fyrir lífstíð og kom fjölskyldu sinni og vinum fyrir í valdastöðum. Donald Trump Bandaríkin El Salvador Hryðjuverk í Útey Frakkland Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Trump birti færslur með orðunum bæði á X (áður Twitter) og sínum eigin miðli, Truth Social. Aðgangur Hvíta hússins á X deildi síðan færslunni með mynd af forsetanum. pic.twitter.com/95GzNiAaqs— The White House (@WhiteHouse) February 15, 2025 Frasinn hefur gjarnan verið eignaður Napóleon Bónaparte, hershöfðingja sem krýndi sjálfan sig Frakkakeisara árið 1804, leysti upp franska lýðveldið og stofnaði fyrra franska keisaraveldið. Hann átti síðan eftir að taka yfir mestalla Evrópu áður en hann var sigraður í Orrustunni við Waterloo árið 1815 og sendur í útlegð til Sankti Helenu þar sem hann lést sex árum síðar, 51 árs að aldri. Eins og knapi sem hatar hest sinn Yfirlýsing Trump vakti hörð viðbrögð fjölda fólks, þar á meðal Demókrata og ákveðinna Repúblikana. Öldugadeildarþingmaðurinn Adam Schiff svaraði Trump á X og sagði: „Eins og mælt úr munni sanns einsræðisherra.“ Jamelle Bouie, dálkahöfundur New York Times, sagði yfirlýsingu forsetans vera þá allra ó-bandaríkustu og and-stjórnarskrárlegustu sem nokkur bandarískur forseti hefði gefið frá sér. Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur gagnrýnt Donald Trump ítrekað.Vísir/afp Anthony Scaramucci, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins sem Trump rak eftir tíu daga í starfi og hefur gagnrýnt forsetann harðlega undanfarin ár, deildi yfirlýsingu Trump og sagði: „Vill vera einræðisherra. Ef þú sérð það ekki er það af því þú vilt ekki sjá það.“ Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trump, virtist svara forsetanum óbeint með því að deila esseyju sinni „Forsetinn og stjórnarskráin“ frá 2010. Í henni skrifaði Pence: „Forseti sem sýnir stjórnarskránni lítilsvirðingu er eins og knapi sem hatar hest sinn: honum verður kastað og þjóðinni með honum.“ The Presidency and the Constitution - Imprimis (October 2010) https://t.co/qz7ySAUnor— Mike Pence (@Mike_Pence) February 15, 2025 Bill Kristol, fyrrverandi skrifstofustjóri varaforsetans Dan Quayle og nýfrjálshyggjupenni, skrifaði færslu á Bluesky þar sem hann sagði: „Við erum komin á alvöru Führerprinzip-slóðir hérna.“ Führerprinzip, sem mætti þýða sem leiðtogalögmál, var grunnurinn að alræði Adolfs Hitler sem gerði hann æðri lögum landsins og gaf honum völd yfir öllum stofnunum. Reince Priebus, formaður Landsnefndar Repúblikanaflokksins frá 2011 til 2017 og skrifstofustjói Hvíta hússins fyrstu sex mánuði fyrr forsetatíðar Trump, gaf lítið fyrir gagnrýni fólks og sagði Trump einfaldlega vera að reyna að æsa fólk. „Þetta er skemmtun fyrir Trump og dægrastytting,“ sagði hann í þættinum „This Week“ á ABC News. Mike Pence ásamt Reince Preibus áður en Trump tók við völdum árið 2016.Nordicphotos/AFP Balzac, Bónaparte, Bukele og Behring Breivik Trump er ekki sá fyrsti til að fara með þessi frægu orð. Fyrir rúmu ári síðan deildi Nayib Bukele, forseti El Salvador, frasanum á X í tengslum við aukna hörku lögreglunnar í Kosta Ríka í garð glæpamanna. "He who saves his country violates no law". https://t.co/SzzbNkpIrF— Nayib Bukele (@nayibbukele) January 24, 2024 Yfirvöld í Kosta Ríka fóru þar að fordæmi yfirvalda í El Salvador sem undir stjórn Bukele hafa handtekið tugi þúsunda meintra glæpama án sérstakra handtökuskipana. Mannréttindasamtök sögðu það hafa leitt til þess að fólk væri handtekið að geðþótta lögreglunnar eða á grundvelli aldurs og búsetu. Þrettán árum fyrr notaði norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik frasann í 1.500 blaðsíðna manifestói sínu, 2083: Evrópsk sjálfstæðisyfirlýsing. Þar rökstuddi Breivik hryðjuverk sín í Útey og Osló þar sem hann myrti samanlegt 77 manns, þar af 33 börn, með frasanum. Morðin sagði hann nauðsynleg til að vernda Evrópu gegn „Evrabíu“ sem er samsæriskenning um að glóbalistar vilji Íslamsvæða Evrópu. Breivik verður ekki sleppt lausum í bráð virðist vera.EPA-EFE/Ole Berg-Rusten Rökstuðningur hans hélt hins vegar ekki vatni fyrir dómstólum og hlaut hann 21 árs dóm með möguleika á ótímabundinni framlengingu svo lengi sem hann er metinn hættulegur samfélaginu. Breivik sem hefur verið í fangelsi síðustu fjórtán ár ku vera orðinn mikil aðdáandi Trump og segist nú skilgreina sig sem nasista. Frasinn sjálfur virðist þó ekki endilega vera kominn frá Bónaparte sem var vissulega mikill frasakóngur og sagði meðal annars: „aldrei trufla óvin þinn þegar hann er að gera mistök,“ „sagan er safn umsaminna lyga“ og „ómögulegt er ekki franskt“. Napóleon tók yfir næstum alla Evrópu, var sendur í útlegð, sneri aftur til Frakklands og tók við völdum áður en hann var sendur aftur í útlegð.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Ágreiningur hefur þó ríkt um hvort keisarinn hafi raunverulega sagt alla þessa frasa. Þar á meðal „sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög“ sem birtist fyrst í bókinni Maximes et pensées de Napoléon (Einkunnarorð og hugsanir Napóleons) sem Honoré de Balzac gaf út 1833. Balzac vísar ekki í neinar heimildir í bókinni en á að hafa verið í bréfasamskiptum við frænku Napóleons eftir að hann dó. Mennirnir voru samtímamenn en hittust aldrei. Það er því ómögulegt að segja hvort Napóleon sagði þessi frægu orð sem hafa endurómað undanfarin ár. Hins vegar er frasinn alveg í takt við hugmyndafræði keisarans sem lýsti sig Frakkakeisara fyrir lífstíð og kom fjölskyldu sinni og vinum fyrir í valdastöðum.
Donald Trump Bandaríkin El Salvador Hryðjuverk í Útey Frakkland Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira