Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 14:27 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent