Vilja gera kynfræðslu notendavænni og aðgengilegri með nýju appi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2019 13:00 Þær Birgitta Rún, Hugrún, Anna Sóley og Ragnhildur eru hönnuðir og forritarar appsins. vísir/vilhelm Let‘s Talk About Sex heitir nýtt kynfræðsluvefapp sem fjórir nýútskrifaðir nemendur úr vefþróun frá Vefskólanum hönnuðu, forrituðu og settu á laggirnar sem lokaverkefni sitt við skólann. Með appinu vilja þær Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir, Hugrún Rúnarsdóttir, Ragnhildur Rós Guðmundsdóttir og Anna Sóley Karlsdóttir gera kynfræðslu notendavænni og aðgengilegri og gera efnið þannig að það höfði til allra óháð kyni og kynhneigð. Þær leita nú eftir styrkjum og samstarfi við hjúkrunarfræðinga og kynfræðinga til að betrumbæta efnið sem boðið er upp á í appinu.Konurnar sem hönnuðu appið tengdu allar við það hvað kynfræðsla var lítil í grunnskóla og vildu gera hana aðgengilegri fyrir ungt fólk.Hugmyndin kviknaði í frumkvöðlafræði „Við erum bæði að læra hönnun og forritun. Það er áhersla á viðmótsforritun sem er líka kölluð framendaforritun en það er allt sem þú sérð á vefnum,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún segir að hún og Hugrún séu meira „hönnunarmegin“ í lífinu og svo séu Anna og Ragnhildur „forritunarmegin“. Þær myndi því mjög góðan hóp. „Anna og Ragnhildur eru því með virknina á meðan við Hugrún sáum um hönnunina. Við komum þó allar á einn eða annan hátt að verkefninu frá öllum hliðum séð,“ segir Birgitta. Þær hafa unnið að verkefninu alla þess önn, allt frá því að hugmyndin kviknaði í frumkvöðlafræði í janúar síðastliðnum. „Þar áttum við að leysa eitthvað vandamál í samfélaginu. Við vorum alveg í einhverja viku að skrifa niður allar þær hugmyndir sem við vorum til í að gera. Ég veit ekki hvað þetta voru komnar margar blaðsíður í Google Docs-skjal. Það var ekkert sem heillaði okkur þannig séð nema þegar þetta kynfræðsluvandamál kom upp. Þá tengdum við allar við hvað kynfræðsla var lítil í grunnskóla. Við rannsökuðum efnið aðeins meira, tókum viðtöl við hjúkrunarfræðinga og kynfræðinga og fengum að sjá efnið sem nemendurnir eru að fá í dag. Þetta er bara ljótasti glærupakki sem ég hef séð. Þannig að við vildum leysa þetta,“ segir Birgitta.Birgitta Rún, ein þeirra nýútskrifuðu úr Vefskólanum sem kemur að gerð kynfræðsluappsins.vísir/vilhelmÚr gömlu skólabókunum og glærukynningunni yfir í símann Aðspurð hvað markmiðið sé með appinu segir hún það helst vera að gera kynfræðslu notendavænni og aðgengilegri fyrir ungt fólk. „Og gera efnið þannig að það höfði til allra óháð kyni og kynhneigð. Við erum sérhæfðar í notendavænna viðmóti og með því að taka viðmótið úr gömlu skólabókunum og glærukynningunni og yfir í símann þar sem allt unga fólkið er, gerir þetta miklu notendavænna.“ Let‘s Talk About Sex er kynfræðsluvefapp þannig að það er aðgengilegt á netinu en einnig er hægt að hlaða því niður í símanum af vefnum. Appið er þeim eiginleikum gætt að notandinn getur vistað vefsíðuna á heimaskjá í símanum og notað það líkt og um venjulegt app væri að ræða.En hvernig er staðan á appinu? Er hægt að nota það? „Já, staðan er þannig að þetta er í loftinu á kynfraedsla.com og virkar vel í símanum. Við eigum síðan eftir að láta þetta virka vel í tölvu. Varðandi efnið í appinu þá er þetta lifandi vefur og verkefnið í raun aldrei búið. Okkar hluti af verkefninu sem er hönnun og forritun er nokkurn veginn klár þannig að núna erum við að leita að styrkjum til þess að fá hjúkrunarfræðinga og kynfræðinga með okkur í lið til þess að skrifa efnið upp á nýtt,“ segir Birgitta.Finna fyrir hvatningu og vilja að taka verkefnið lengra Efnið sem er í appinu núna er héðan og þaðan af internetinu. „En við erum ekki sérfræðingar í því að vita hvort efnið innihaldi réttar upplýsingar né í því að breyta efninu þannig að það sé ekki kynjaskipt því kynjaflóran er orðin fjölbreyttari og kynhneigðirnar líka. Okkur finnst mjög mikilvægt að efnið sem þarna er að finna sé fyrst og fremst rétt og heilbrigt “ Birgitta segir að vel hafi verið tekið í verkefnið og margir telji það þarft í samfélaginu í dag. „Við erum búnar að notendaprófa appið fyrir markhópinn sem er 12 til 16 ára og það kom vel út. Appið er nútímalegt og við finnum fyrir mikilli hvatningu til að fara lengra með verkefnið, stækka markhópinn og eins erum við með margar hugmyndir sem okkur langar til að bæta við það. Við höfum allar metnað til þess að þetta verði að alvöru, til dæmis að skólar gætu farið að nota það og krakkarnir geti þannig farið að fræðast enn meir, enda eru það þau sem eru helst að kalla eftir meiri fræðslu.“ Kynlíf Nýsköpun Tækni Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Sjá meira
Let‘s Talk About Sex heitir nýtt kynfræðsluvefapp sem fjórir nýútskrifaðir nemendur úr vefþróun frá Vefskólanum hönnuðu, forrituðu og settu á laggirnar sem lokaverkefni sitt við skólann. Með appinu vilja þær Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir, Hugrún Rúnarsdóttir, Ragnhildur Rós Guðmundsdóttir og Anna Sóley Karlsdóttir gera kynfræðslu notendavænni og aðgengilegri og gera efnið þannig að það höfði til allra óháð kyni og kynhneigð. Þær leita nú eftir styrkjum og samstarfi við hjúkrunarfræðinga og kynfræðinga til að betrumbæta efnið sem boðið er upp á í appinu.Konurnar sem hönnuðu appið tengdu allar við það hvað kynfræðsla var lítil í grunnskóla og vildu gera hana aðgengilegri fyrir ungt fólk.Hugmyndin kviknaði í frumkvöðlafræði „Við erum bæði að læra hönnun og forritun. Það er áhersla á viðmótsforritun sem er líka kölluð framendaforritun en það er allt sem þú sérð á vefnum,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún segir að hún og Hugrún séu meira „hönnunarmegin“ í lífinu og svo séu Anna og Ragnhildur „forritunarmegin“. Þær myndi því mjög góðan hóp. „Anna og Ragnhildur eru því með virknina á meðan við Hugrún sáum um hönnunina. Við komum þó allar á einn eða annan hátt að verkefninu frá öllum hliðum séð,“ segir Birgitta. Þær hafa unnið að verkefninu alla þess önn, allt frá því að hugmyndin kviknaði í frumkvöðlafræði í janúar síðastliðnum. „Þar áttum við að leysa eitthvað vandamál í samfélaginu. Við vorum alveg í einhverja viku að skrifa niður allar þær hugmyndir sem við vorum til í að gera. Ég veit ekki hvað þetta voru komnar margar blaðsíður í Google Docs-skjal. Það var ekkert sem heillaði okkur þannig séð nema þegar þetta kynfræðsluvandamál kom upp. Þá tengdum við allar við hvað kynfræðsla var lítil í grunnskóla. Við rannsökuðum efnið aðeins meira, tókum viðtöl við hjúkrunarfræðinga og kynfræðinga og fengum að sjá efnið sem nemendurnir eru að fá í dag. Þetta er bara ljótasti glærupakki sem ég hef séð. Þannig að við vildum leysa þetta,“ segir Birgitta.Birgitta Rún, ein þeirra nýútskrifuðu úr Vefskólanum sem kemur að gerð kynfræðsluappsins.vísir/vilhelmÚr gömlu skólabókunum og glærukynningunni yfir í símann Aðspurð hvað markmiðið sé með appinu segir hún það helst vera að gera kynfræðslu notendavænni og aðgengilegri fyrir ungt fólk. „Og gera efnið þannig að það höfði til allra óháð kyni og kynhneigð. Við erum sérhæfðar í notendavænna viðmóti og með því að taka viðmótið úr gömlu skólabókunum og glærukynningunni og yfir í símann þar sem allt unga fólkið er, gerir þetta miklu notendavænna.“ Let‘s Talk About Sex er kynfræðsluvefapp þannig að það er aðgengilegt á netinu en einnig er hægt að hlaða því niður í símanum af vefnum. Appið er þeim eiginleikum gætt að notandinn getur vistað vefsíðuna á heimaskjá í símanum og notað það líkt og um venjulegt app væri að ræða.En hvernig er staðan á appinu? Er hægt að nota það? „Já, staðan er þannig að þetta er í loftinu á kynfraedsla.com og virkar vel í símanum. Við eigum síðan eftir að láta þetta virka vel í tölvu. Varðandi efnið í appinu þá er þetta lifandi vefur og verkefnið í raun aldrei búið. Okkar hluti af verkefninu sem er hönnun og forritun er nokkurn veginn klár þannig að núna erum við að leita að styrkjum til þess að fá hjúkrunarfræðinga og kynfræðinga með okkur í lið til þess að skrifa efnið upp á nýtt,“ segir Birgitta.Finna fyrir hvatningu og vilja að taka verkefnið lengra Efnið sem er í appinu núna er héðan og þaðan af internetinu. „En við erum ekki sérfræðingar í því að vita hvort efnið innihaldi réttar upplýsingar né í því að breyta efninu þannig að það sé ekki kynjaskipt því kynjaflóran er orðin fjölbreyttari og kynhneigðirnar líka. Okkur finnst mjög mikilvægt að efnið sem þarna er að finna sé fyrst og fremst rétt og heilbrigt “ Birgitta segir að vel hafi verið tekið í verkefnið og margir telji það þarft í samfélaginu í dag. „Við erum búnar að notendaprófa appið fyrir markhópinn sem er 12 til 16 ára og það kom vel út. Appið er nútímalegt og við finnum fyrir mikilli hvatningu til að fara lengra með verkefnið, stækka markhópinn og eins erum við með margar hugmyndir sem okkur langar til að bæta við það. Við höfum allar metnað til þess að þetta verði að alvöru, til dæmis að skólar gætu farið að nota það og krakkarnir geti þannig farið að fræðast enn meir, enda eru það þau sem eru helst að kalla eftir meiri fræðslu.“
Kynlíf Nýsköpun Tækni Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Sjá meira