Vilja klára meðferðarkjarna áður en kjöt er flutt inn 24. maí 2019 06:00 Stjórn Læknafélags Íslands vill bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til að nýr meðferðarkjarni Landspítala er tilbúinn. Það húsnæði er enn í smíðum. Fréttablaðið/Anton Brink Eðlilegast er að bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til nýr meðferðarkjarni er tilbúinn, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Málið hefur mætt töluverðri andstöðu. Til að mæta áhyggjum um að hingað berist sýklalyfjaþolnar bakteríur hefur ráðherra lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur bent á hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar góðar. Hægt sé að sættast á frumvarpið ef mótvægisaðgerðum verði framfylgt.Reynir segir að stjórnin sé sammála umsögn Karls, vandinn sé að mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera til staðar. „Við höfum upplýsingar um að það sé ekki búið að ganga frá þeim málum. Ef við viljum gæta fullkominnar varúðar þá þurfum við að geta brugðist við ef þessar mótvægisaðgerðir duga ekki,“ segir Reynir. „Það hafa verið að koma upp sýkingar sem enginn átti von á. Það er ekkert langt síðan það kom upp mislingafaraldur þar sem þurfti að einangra fólk í heimahúsum.“ Aðstaðan í dag sé langt frá því að vera fullnægjandi, skortur sé á einangrunarrýmum sem setji bæði aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu. Leggur stjórn Læknafélagsins til að beðið verði með óheftan innflutning þar til nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka verður tekin í notkun. „Það væri mjög eðlilegur tímapunktur. Það er eðlilegt að búið sé að byggja upp innviðina.“ Upphaflega var stefnt að því að meðferðarkjarninn yrði tilbúinn árið 2023. Því hefur verið frestað í það minnsta til ársins 2024. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Eðlilegast er að bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til nýr meðferðarkjarni er tilbúinn, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Málið hefur mætt töluverðri andstöðu. Til að mæta áhyggjum um að hingað berist sýklalyfjaþolnar bakteríur hefur ráðherra lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur bent á hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar góðar. Hægt sé að sættast á frumvarpið ef mótvægisaðgerðum verði framfylgt.Reynir segir að stjórnin sé sammála umsögn Karls, vandinn sé að mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera til staðar. „Við höfum upplýsingar um að það sé ekki búið að ganga frá þeim málum. Ef við viljum gæta fullkominnar varúðar þá þurfum við að geta brugðist við ef þessar mótvægisaðgerðir duga ekki,“ segir Reynir. „Það hafa verið að koma upp sýkingar sem enginn átti von á. Það er ekkert langt síðan það kom upp mislingafaraldur þar sem þurfti að einangra fólk í heimahúsum.“ Aðstaðan í dag sé langt frá því að vera fullnægjandi, skortur sé á einangrunarrýmum sem setji bæði aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu. Leggur stjórn Læknafélagsins til að beðið verði með óheftan innflutning þar til nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka verður tekin í notkun. „Það væri mjög eðlilegur tímapunktur. Það er eðlilegt að búið sé að byggja upp innviðina.“ Upphaflega var stefnt að því að meðferðarkjarninn yrði tilbúinn árið 2023. Því hefur verið frestað í það minnsta til ársins 2024.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira