Mistök Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2019 07:00 Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Seðlabankinn Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun