1096 dagar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 07:00 Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Þriggja ára afmæli er því staðreynd. Í stóra samhenginu er þetta ekki langur tími en áskoranirnar hafa verið margar. Við höfum upplifað þrennar kosningar og uppskorið mikilvægt lærdómsferli. Viðreisn hefur sett ákveðin málefni á dagskrá og fylgt þeim eftir. Við höfum haft kjark til að gagnrýna á málefnalegan hátt og bent í leiðinni á raunhæfar lausnir. Við höfum lagt fram ótal mál bæði á þingi og í sveitarstjórnum víða um landið sem eru í samræmi við þau gildi sem Viðreisn stendur fyrir. Við erum ábyrg en á sama tíma kjörkuð. Raunsæ en á sama tíma framsækin. Við höfum með virkum hætti talað fyrir mikilvægi þess að Ísland sé þjóð á meðal þjóða með öflugu alþjóðasamstarfi. Því þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir nú, sérstaklega á tímum óvissu og uppgangs popúlistaflokka, eiga sér engin landamæri. Hvort sem litið er til mannréttindamála, loftslagsmála eða mikilvægi þess að viðhalda áframhaldandi friði, stöðugleika og áframhaldandi lífsgæðum í Evrópu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en þar mun Viðreisn áfram standa vaktina. Viðreisn hefur stimplað sig inn sem ungt og þróttmikið stjórnmálaafl, sem spratt upp úr kröfu nútímans um frjálst, opið og gróskumikið samfélag sem setur almannahagsmuni, atvinnulífið, jafnrétti og mennskuna í forgrunn. Viðreisn hefur einnig stimplað sig inn á stjórnmálasviðið sem eini flokkurinn sem raunverulega stendur vörð um frjálslynd gildi, þegar á reynir. Flest framfaraskref íslensks samfélags hafa sprottið upp úr þeirri einföldu formúlu að treysta einstaklingnum með frjálslyndum ákvörðunum, samhliða trú á opið samfélag, með virku alþjóðasamstarfi. Blanda sem opnað hefur á tækifæri sem kynslóðirnar á undan okkur óraði ekki fyrir. Það eru forréttindi að vera formaður í flokki sem hefur femínísk, frjálslynd og umhverfissinnuð gildi að leiðarljósi í öllum ákvarðanatökum. Frá stofnun Viðreisnar hafa margar hugmyndir kviknað og enn fleiri orðið að veruleika, við lofum ekki upp í ermina á okkur og látum verkin tala. Því getið þið treyst.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 1096 dagar síðan stjórnmálaaflið Viðreisn var stofnað. Þriggja ára afmæli er því staðreynd. Í stóra samhenginu er þetta ekki langur tími en áskoranirnar hafa verið margar. Við höfum upplifað þrennar kosningar og uppskorið mikilvægt lærdómsferli. Viðreisn hefur sett ákveðin málefni á dagskrá og fylgt þeim eftir. Við höfum haft kjark til að gagnrýna á málefnalegan hátt og bent í leiðinni á raunhæfar lausnir. Við höfum lagt fram ótal mál bæði á þingi og í sveitarstjórnum víða um landið sem eru í samræmi við þau gildi sem Viðreisn stendur fyrir. Við erum ábyrg en á sama tíma kjörkuð. Raunsæ en á sama tíma framsækin. Við höfum með virkum hætti talað fyrir mikilvægi þess að Ísland sé þjóð á meðal þjóða með öflugu alþjóðasamstarfi. Því þær ákvarðanir sem við stöndum frammi fyrir nú, sérstaklega á tímum óvissu og uppgangs popúlistaflokka, eiga sér engin landamæri. Hvort sem litið er til mannréttindamála, loftslagsmála eða mikilvægi þess að viðhalda áframhaldandi friði, stöðugleika og áframhaldandi lífsgæðum í Evrópu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en þar mun Viðreisn áfram standa vaktina. Viðreisn hefur stimplað sig inn sem ungt og þróttmikið stjórnmálaafl, sem spratt upp úr kröfu nútímans um frjálst, opið og gróskumikið samfélag sem setur almannahagsmuni, atvinnulífið, jafnrétti og mennskuna í forgrunn. Viðreisn hefur einnig stimplað sig inn á stjórnmálasviðið sem eini flokkurinn sem raunverulega stendur vörð um frjálslynd gildi, þegar á reynir. Flest framfaraskref íslensks samfélags hafa sprottið upp úr þeirri einföldu formúlu að treysta einstaklingnum með frjálslyndum ákvörðunum, samhliða trú á opið samfélag, með virku alþjóðasamstarfi. Blanda sem opnað hefur á tækifæri sem kynslóðirnar á undan okkur óraði ekki fyrir. Það eru forréttindi að vera formaður í flokki sem hefur femínísk, frjálslynd og umhverfissinnuð gildi að leiðarljósi í öllum ákvarðanatökum. Frá stofnun Viðreisnar hafa margar hugmyndir kviknað og enn fleiri orðið að veruleika, við lofum ekki upp í ermina á okkur og látum verkin tala. Því getið þið treyst.Höfundur er formaður Viðreisnar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun