Okkur tókst að brjóta múrinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. maí 2019 06:30 Sigurhátíðin hófst við pulsubarinn og stóðu fagnaðarlætin fram á nótt. Nokkur fyrirtæki á Selfossi veittu frí fyrir hádegi daginn eftir. Fréttablaðið/ernir „Þetta var í raun besti leikur okkar í úrslitakeppninni, það small gjörsamlega allt hjá okkur. Sverrir var frábær í vörninni og í markinu átti Sölvi frábæran dag. Sóknarlega var Elvar magnaður og það komu allir með eitthvað,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Selfoss, eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í úrslitum Olís-deildar karla gegn Haukum. „Liðið sem fór í úrslitin 1992 var frábært og gerði frábæra hluti en okkur tókst að brjóta múrinn og skrifa nafn Selfoss í sögubækurnar,“ sagði Patrekur um afrekið. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins á kvöldi þar sem allt gekk upp sem Selfyssingar ætluðu sér. Þetta var kvöldið þeirra og mátti sjá á fagnaðarlátunum eftir leik gleðina skína úr augum hvers manns sem var mættur. Fagnaðarlætin lifðu fram á nótt og héldu áfram í gær þegar Selfyssingar heimsóttu fyrirtæki og skóla í bænum með bikarinn, líka þau fyrirtæki sem gáfu frí fyrir hádegi til að fagna Íslandsmeistaratitlinum. „Maður heyrði af einhverjum fyrirtækjum sem gáfu frí fyrir hádegi, það var alveg tilefni til þess að fagna og við fögnuðum þessu eitthvað fram á nótt. Fólk er búið að bíða eftir þessu í langan tíma, maður fékk að heyra í fólki sem mundi vel eftir þeim leik,“ sagði Sverrir Pálsson, akkerið í vörn Selfyssinga og lykilmaður í leiknum léttur. Atli Ævar Ingólfsson hafði það á orði við Fréttablaðið að leikmenn Hauka hefðu verið eins og kálfar í örmum Sverris sem er bóndasonur og því ýmsu vanur. „Jú, jú, maður hefur dregið nokkra kálfa út það er kannski eitthvað til í því,“ sagði hann hlæjandi þegar undirritaður bar þessi orð undir hann. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
„Þetta var í raun besti leikur okkar í úrslitakeppninni, það small gjörsamlega allt hjá okkur. Sverrir var frábær í vörninni og í markinu átti Sölvi frábæran dag. Sóknarlega var Elvar magnaður og það komu allir með eitthvað,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Selfoss, eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í úrslitum Olís-deildar karla gegn Haukum. „Liðið sem fór í úrslitin 1992 var frábært og gerði frábæra hluti en okkur tókst að brjóta múrinn og skrifa nafn Selfoss í sögubækurnar,“ sagði Patrekur um afrekið. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins á kvöldi þar sem allt gekk upp sem Selfyssingar ætluðu sér. Þetta var kvöldið þeirra og mátti sjá á fagnaðarlátunum eftir leik gleðina skína úr augum hvers manns sem var mættur. Fagnaðarlætin lifðu fram á nótt og héldu áfram í gær þegar Selfyssingar heimsóttu fyrirtæki og skóla í bænum með bikarinn, líka þau fyrirtæki sem gáfu frí fyrir hádegi til að fagna Íslandsmeistaratitlinum. „Maður heyrði af einhverjum fyrirtækjum sem gáfu frí fyrir hádegi, það var alveg tilefni til þess að fagna og við fögnuðum þessu eitthvað fram á nótt. Fólk er búið að bíða eftir þessu í langan tíma, maður fékk að heyra í fólki sem mundi vel eftir þeim leik,“ sagði Sverrir Pálsson, akkerið í vörn Selfyssinga og lykilmaður í leiknum léttur. Atli Ævar Ingólfsson hafði það á orði við Fréttablaðið að leikmenn Hauka hefðu verið eins og kálfar í örmum Sverris sem er bóndasonur og því ýmsu vanur. „Jú, jú, maður hefur dregið nokkra kálfa út það er kannski eitthvað til í því,“ sagði hann hlæjandi þegar undirritaður bar þessi orð undir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira