Verðlauna fyrir framúrskarandi plastlausa lausn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 14:30 Viðurkenningin heitir Bláskelin. Stjórnarráðið Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Sérstök úthlutunarnefnd velur viðurkenningarhafa en hana skipa fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Plastlausum september og Umhverfisstofnun. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk í lok síðasta árs afhentar tillögur frá samráðsvettvangi sem hann skipaði um plastmálefni og voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir þar á meðal. Af öðrum tillögum sem þegar hafa komið til framkvæmda má nefna átaksverkefni Umhverfisstofnunar til að auka meðvitund fólks um að draga úr notkun á einnota plastvörum og lög sem banna plastburðarpoka í verslunum frá og með 1. jan 2021. „Plast í hafi er víðtækt vandamál og örplast hefur greinst í æ fleiri lífverum, þar á meðal bláskel. Með viðurkenningunni Bláskelinni berjumst við gegn plastmengun, höldum á lofti því sem vel er gert og hvetjum til nýsköpunar og frumlegra lausna – án plasts,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Meðvitund fólks um plastvandann hefur aukist mjög á skömmum tíma. Það er ótrúleg gróska í samfélaginu og fullt af flottum lausnum þarna úti. Að virkja þennan kraft er mjög mikilvægt.“ Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum fyrir Bláskelina. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Við val á verðlaunahafa er horft til eftirfarandi þátta: •nýsköpunargildis viðkomandi lausnar •dregur lausnin úr myndun úrgangs •hvert er almennt framlag lausnarinnar til umhverfismála •hvaða plastvöru er verið að komast hjá með lausninni •hefur lausnin möguleika á að komast í almenna notkun Tillögur skulu berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. júlí næstkomandi, merktar „Tilnefning: Bláskelin“ á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun veita viðurkenninguna þann 1. september 2019, á opnunarhátíð árvekniátaksins Plastlaus september. Umhverfismál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Sérstök úthlutunarnefnd velur viðurkenningarhafa en hana skipa fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Plastlausum september og Umhverfisstofnun. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk í lok síðasta árs afhentar tillögur frá samráðsvettvangi sem hann skipaði um plastmálefni og voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir þar á meðal. Af öðrum tillögum sem þegar hafa komið til framkvæmda má nefna átaksverkefni Umhverfisstofnunar til að auka meðvitund fólks um að draga úr notkun á einnota plastvörum og lög sem banna plastburðarpoka í verslunum frá og með 1. jan 2021. „Plast í hafi er víðtækt vandamál og örplast hefur greinst í æ fleiri lífverum, þar á meðal bláskel. Með viðurkenningunni Bláskelinni berjumst við gegn plastmengun, höldum á lofti því sem vel er gert og hvetjum til nýsköpunar og frumlegra lausna – án plasts,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Meðvitund fólks um plastvandann hefur aukist mjög á skömmum tíma. Það er ótrúleg gróska í samfélaginu og fullt af flottum lausnum þarna úti. Að virkja þennan kraft er mjög mikilvægt.“ Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum fyrir Bláskelina. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Við val á verðlaunahafa er horft til eftirfarandi þátta: •nýsköpunargildis viðkomandi lausnar •dregur lausnin úr myndun úrgangs •hvert er almennt framlag lausnarinnar til umhverfismála •hvaða plastvöru er verið að komast hjá með lausninni •hefur lausnin möguleika á að komast í almenna notkun Tillögur skulu berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. júlí næstkomandi, merktar „Tilnefning: Bláskelin“ á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun veita viðurkenninguna þann 1. september 2019, á opnunarhátíð árvekniátaksins Plastlaus september.
Umhverfismál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira