Ekkert í hendi um hvenær kyrrsetningu verður aflétt Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 12:19 Daniel Elwell lofar engu um framtíð kyrrsetningarinnar. Getty/Bloomberg Starfandi forstjóri flugmálastofnunar Bandaríkjanna (FAA) segir að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk þegar kemur að afléttingu kyrrsetningar Boeing 737 Max-vélanna. „Þetta mun taka þann tíma sem þarf,“ sagði Daniel Elwell við blaðamenn í gær. „737 Max mun fljúga aftur þegar við höfum lokið allri nauðsynlegri greiningarvinnu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé óhætt.“ Aðspurður um hvað hann áætlar að sú vinna taki langan tíma sagði Elwell að ómögulegt væri að segja til um það. „Ef það mun taka okkur ár að sannfærast um að aflétta kyrrsetningunni, þá verður að hafa það,“ sagði Elwell og bætti við: „Ég er ekki bundinn neinum tímaramma.“ Ummæli forstjóra flugmálastofnunarinnar eru því sögð ákveðið reiðarslag fyrir flugfélög eins og Ryanair, sem sáu jafnvel fyrir sér að hægt yrði að fljúga vélunum strax í júní eða júlí. Þau áform voru þó sögð einkennast af bjartsýni og var talið líklegra að hugbúnaðaruppfærslan og nauðsynlegar þjálfunarleiðbeingar myndu liggja fyrir í október. Elwell sagðist þó ekki vera tilbúinn að lofa því að sú tímasetning stæðist. Þar að auki sagði forstjórinn að Boeing hefði ekki enn lagt fram lokaútgáfu hugbúnaðaruppfærslunnar sem ætlað er að ráða niðurlögum gallans á ofrisvarnarbúnaði vélanna - þvert á yfirlýsingar flugvélaframleiðandands í síðustu viku.Talsmaður flugmálastofnunarinnar, sem sat fyrir svörum með Elwell, sagði hins vegar að FAA hefði skýra sýn á þær lagfæringarnar sem Boeing verði að grípa til og hvernig stofnunin mun síðan fullgilda þær. Hvað þetta ferli mun taka langan tíma sé hins vegar allt önnur saga. Alþjóðlegir flugeftirlitsmenn frá 33 löndum koma saman til fundar í Texas í dag til að ræða framtíð kyrrsetningar 737 Max. Hvort fundarmenn muni sammælast um hvenær þoturnar geti flogið aftur skal ósagt látið, en þeir munu í það minnsta geta borið saman bækur sínar - „svo allir spili eftir sömu nótum,“ eins og starfandi forstjóri FAA orðar það. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Starfandi forstjóri flugmálastofnunar Bandaríkjanna (FAA) segir að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk þegar kemur að afléttingu kyrrsetningar Boeing 737 Max-vélanna. „Þetta mun taka þann tíma sem þarf,“ sagði Daniel Elwell við blaðamenn í gær. „737 Max mun fljúga aftur þegar við höfum lokið allri nauðsynlegri greiningarvinnu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé óhætt.“ Aðspurður um hvað hann áætlar að sú vinna taki langan tíma sagði Elwell að ómögulegt væri að segja til um það. „Ef það mun taka okkur ár að sannfærast um að aflétta kyrrsetningunni, þá verður að hafa það,“ sagði Elwell og bætti við: „Ég er ekki bundinn neinum tímaramma.“ Ummæli forstjóra flugmálastofnunarinnar eru því sögð ákveðið reiðarslag fyrir flugfélög eins og Ryanair, sem sáu jafnvel fyrir sér að hægt yrði að fljúga vélunum strax í júní eða júlí. Þau áform voru þó sögð einkennast af bjartsýni og var talið líklegra að hugbúnaðaruppfærslan og nauðsynlegar þjálfunarleiðbeingar myndu liggja fyrir í október. Elwell sagðist þó ekki vera tilbúinn að lofa því að sú tímasetning stæðist. Þar að auki sagði forstjórinn að Boeing hefði ekki enn lagt fram lokaútgáfu hugbúnaðaruppfærslunnar sem ætlað er að ráða niðurlögum gallans á ofrisvarnarbúnaði vélanna - þvert á yfirlýsingar flugvélaframleiðandands í síðustu viku.Talsmaður flugmálastofnunarinnar, sem sat fyrir svörum með Elwell, sagði hins vegar að FAA hefði skýra sýn á þær lagfæringarnar sem Boeing verði að grípa til og hvernig stofnunin mun síðan fullgilda þær. Hvað þetta ferli mun taka langan tíma sé hins vegar allt önnur saga. Alþjóðlegir flugeftirlitsmenn frá 33 löndum koma saman til fundar í Texas í dag til að ræða framtíð kyrrsetningar 737 Max. Hvort fundarmenn muni sammælast um hvenær þoturnar geti flogið aftur skal ósagt látið, en þeir munu í það minnsta geta borið saman bækur sínar - „svo allir spili eftir sömu nótum,“ eins og starfandi forstjóri FAA orðar það.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07
Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40
Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38