Stækkum þar sem allt er að stækka! Áslaug Hulda Jónsdóttir og skrifa 23. maí 2019 07:00 Garðabær er að stækka. Kópavogur er að stækka. Hafnarfjörður er að stækka. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið hjá þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fram undan er enn frekari uppbygging í Garðabæ. Framhaldsskólarnir á þessu svæði stækka samt ekki neitt. Og rætt er um að stýra aukinni umferð á álagstímum frá miðbænum. Ungt fólk er hvatt til þess að velja sér list- og verknám og eftirspurn eftir námi í list- og verknámi eykst. Samt eykst framboð á list- og verknámi ekki neitt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var byggður fyrir 500 nemendur en hýsir nú 700. Skólinn er með vinsælli framhaldsskólum landsins. Vinsældir FG liggja ekki síst í því fjölbreytta námsvali sem þar er í boði. Auk hefðbundinna bóknámsbrauta býður skólinn upp á fjölbreytt listnám, íþróttabraut og hönnunar- og markaðsbraut. Vinsældir listnáms hafa stóraukist og í dag er listnámsbrautin stærsta og eftirsóttasta braut skólans. En þar liggur líka vandinn. Húsnæðið er of lítið og þó kennarar vinni afrek á hverjum degi þarf skólinn verulega á stækkun að halda. Við erum klár! Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur bara stækkað. Hér er þó allt klárt, teikningar að viðbyggingu eru til en árið 2007 var sett á laggirnar bygginganefnd sem undirbjó að reisa viðbygginu við skólann. Ekkert hefur þó gerst og það er svo langt síðan að börn sem voru þriggja ára árið sem bygginganefndin tók til starfa fara í framhaldsskóla á næsta ári. Það er því galið að dusta ekki rykið af þessum teikningum og láta hendur standa fram úr ermum. Ekki stendur á bæjaryfirvöldum í Garðabæ og ekki heldur stjórnendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við bíðum eftir yfirvöldum menntamála.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skólanefndar FG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Garðabær er að stækka. Kópavogur er að stækka. Hafnarfjörður er að stækka. Mikil uppbygging og fjölgun íbúa hefur verið hjá þessum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og fram undan er enn frekari uppbygging í Garðabæ. Framhaldsskólarnir á þessu svæði stækka samt ekki neitt. Og rætt er um að stýra aukinni umferð á álagstímum frá miðbænum. Ungt fólk er hvatt til þess að velja sér list- og verknám og eftirspurn eftir námi í list- og verknámi eykst. Samt eykst framboð á list- og verknámi ekki neitt. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var byggður fyrir 500 nemendur en hýsir nú 700. Skólinn er með vinsælli framhaldsskólum landsins. Vinsældir FG liggja ekki síst í því fjölbreytta námsvali sem þar er í boði. Auk hefðbundinna bóknámsbrauta býður skólinn upp á fjölbreytt listnám, íþróttabraut og hönnunar- og markaðsbraut. Vinsældir listnáms hafa stóraukist og í dag er listnámsbrautin stærsta og eftirsóttasta braut skólans. En þar liggur líka vandinn. Húsnæðið er of lítið og þó kennarar vinni afrek á hverjum degi þarf skólinn verulega á stækkun að halda. Við erum klár! Þetta er ekki nýtt vandamál, það hefur bara stækkað. Hér er þó allt klárt, teikningar að viðbyggingu eru til en árið 2007 var sett á laggirnar bygginganefnd sem undirbjó að reisa viðbygginu við skólann. Ekkert hefur þó gerst og það er svo langt síðan að börn sem voru þriggja ára árið sem bygginganefndin tók til starfa fara í framhaldsskóla á næsta ári. Það er því galið að dusta ekki rykið af þessum teikningum og láta hendur standa fram úr ermum. Ekki stendur á bæjaryfirvöldum í Garðabæ og ekki heldur stjórnendum og starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við bíðum eftir yfirvöldum menntamála.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skólanefndar FG
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar