Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2019 23:00 Þristurinn Liberty var eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku. Hann tók einnig þátt í innrásinni í Normandí og þurfti viðgerð vegna kúlnagata á skrokknum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Ferð þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, er að tefjast vegna ísingar í kringum Grænland, en nú standa vonir til að meirihluti þeirra komist til Íslands á morgun. Fjallað var meira um þristaleiðangurinn í fréttum Stöðvar 2. Fyrir áhugamenn um flugsöguna hafa komur þristanna til Reykjavíkur síðustu daga verið sannkallaður hvalreki. Flugvélarnar eiga líka sumar svo ævintýralegan feril að baki að minnir á þekkt atriði úr kvikmyndum.Þessi vél var í flugferðum yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Þannig notaði bandaríski herinn vélina, sem nú kallast Spirit of Benovia, í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð hjálpaði hún svo kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til ýmissa leyniverkefna í Suðaustur-Asíu. Flugvélin, sem smíðuð var árið 1942, lenti í Reykjavík síðdegis í gær. Áætlað er að hún haldi á brott klukkan níu í fyrramálið.Bandaríska leyniþjónustan CIA notaði þessa vél í leyniverkefnum gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvél, sem nú kallast Liberty, var í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku en þaðan hröktu Bandamenn heri Rommels og var vélin þá lengst af með bækistöð í Alsír. Síðar tók hún þátt í innrásinni í Normandí og fór þá fjölda ferða með fallhlífahermenn og enn eru varðveittar viðgerðarnótur vegna kúlnagata á skrokknum eftir byssukúlur úr þeim orustum.Þessi fékk kúlnagöt á skrokkinn í innrásinni Í Normandí en áður var hún í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eftir stríð var hún svo seld til einkaaðila sem notuðu hana lengst af í flugi með forstjóra stórfyrirtækja. Frá Reykjavík flaug hún til Skotlands í hádeginu í dag.Þristurinn Liberty á leið í flugtaksstöðu í hádeginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sögufrægasta flugvélin, sú sem leiddi innrásina í Normandí og kallast „That's All, Brother", hélt einnig af landi brott í dag. Auk þess að vera forystuvél og fara fyrir 800 flugvélum á D-deginum árið 1944 flutti hún einnig fallhlífahermenn og dró svifflugur, fullar af hermönnum, inn fyrir víglínu óvinanna.Forystuvél innrásarinnar í Normandí í flugtaksbruni í morgunStöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Enn eru átta þristar ókomnir og var búist við sex þeirra til Íslands í dag. Þeir hafa hins vegar enn tafist á leiðinni vegna ísingarhættu og bíða flestir á Grænlandi. Stefnt er að því að þeim verði flogið áfram til Reykjavíkur í fyrramálið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Ferð þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, er að tefjast vegna ísingar í kringum Grænland, en nú standa vonir til að meirihluti þeirra komist til Íslands á morgun. Fjallað var meira um þristaleiðangurinn í fréttum Stöðvar 2. Fyrir áhugamenn um flugsöguna hafa komur þristanna til Reykjavíkur síðustu daga verið sannkallaður hvalreki. Flugvélarnar eiga líka sumar svo ævintýralegan feril að baki að minnir á þekkt atriði úr kvikmyndum.Þessi vél var í flugferðum yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Þannig notaði bandaríski herinn vélina, sem nú kallast Spirit of Benovia, í flugi yfir Himalaya-fjöllum í stríðinu gegn Japönum. Eftir stríð hjálpaði hún svo kínverskum þjóðernissinnum að flýja til Taívan þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. Bandaríska leynisþjónustan CIA nýtti vélina einnig til ýmissa leyniverkefna í Suðaustur-Asíu. Flugvélin, sem smíðuð var árið 1942, lenti í Reykjavík síðdegis í gær. Áætlað er að hún haldi á brott klukkan níu í fyrramálið.Bandaríska leyniþjónustan CIA notaði þessa vél í leyniverkefnum gegn kommúnistum í Suðaustur-Asíu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugvél, sem nú kallast Liberty, var í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku en þaðan hröktu Bandamenn heri Rommels og var vélin þá lengst af með bækistöð í Alsír. Síðar tók hún þátt í innrásinni í Normandí og fór þá fjölda ferða með fallhlífahermenn og enn eru varðveittar viðgerðarnótur vegna kúlnagata á skrokknum eftir byssukúlur úr þeim orustum.Þessi fékk kúlnagöt á skrokkinn í innrásinni Í Normandí en áður var hún í eyðimerkurstríðinu í Norður-Afríku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Eftir stríð var hún svo seld til einkaaðila sem notuðu hana lengst af í flugi með forstjóra stórfyrirtækja. Frá Reykjavík flaug hún til Skotlands í hádeginu í dag.Þristurinn Liberty á leið í flugtaksstöðu í hádeginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sögufrægasta flugvélin, sú sem leiddi innrásina í Normandí og kallast „That's All, Brother", hélt einnig af landi brott í dag. Auk þess að vera forystuvél og fara fyrir 800 flugvélum á D-deginum árið 1944 flutti hún einnig fallhlífahermenn og dró svifflugur, fullar af hermönnum, inn fyrir víglínu óvinanna.Forystuvél innrásarinnar í Normandí í flugtaksbruni í morgunStöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Enn eru átta þristar ókomnir og var búist við sex þeirra til Íslands í dag. Þeir hafa hins vegar enn tafist á leiðinni vegna ísingarhættu og bíða flestir á Grænlandi. Stefnt er að því að þeim verði flogið áfram til Reykjavíkur í fyrramálið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Þristarnir fresta för til morguns Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. 22. maí 2019 18:45
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15