Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. maí 2019 16:05 Þau sextán sem skipuð voru dómarar við Landsrétt sumarið 2017. Dómsmálaráðuneytið Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent