Hvað er næsta Game of Thrones? Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Reiknað er með að heildarkostnaður við framleiðslu síðustu þáttaraðar Game of Thrones, sem lauk nú á sunnudaginn, hafi numið um 90 milljónum dollara, eða 11 milljörðum króna. Kostnaður hvers þáttar er með því mesta sem sést hefur og í fljótu bragði virðist sem læknaþættirnir ER séu einir um að hafa verið dýrari þegar mest lét. Þó að Game of Thrones hafi nú lokið göngu sinni er framleiðsla rándýrra sjónvarpsþátta rétt að byrja, enda vilja allir eignast sitt eigið Game of Thrones. Þannig er Jeff Bezos, eigandi Amazon, sagður hafa komist að orði í aðdraganda þess að greiddar voru 250 milljónir dollara fyrir framleiðslurétt þáttaraðar sem byggð verður á Hringadróttinssögu. Reiknað er með að framleiðslukostnaður þáttanna nemi um 750 milljónum dollara til viðbótar sem gerir þá tæplega tvöfalt dýrari en Game of Thrones. Disney ætlar sér auk þess stóra sneið af sjónvarpskökunni þegar nýrri streymisveitu fyrirtækisins, Disney+, verður hleypt af stokkunum í haust. Þá verða meðal annars Star Wars þættirnir um manninn frá Mandalore frumsýndir og mun hver hinna tíu þátta kosta 10 milljónir dollara. Með tilkomu Disney+ missir Netflix vinsælt dagskrárefni af veitu sinni en bætir upp fyrir það með því að verja hátt í 2.000 milljörðum króna í kaup á efni í ár. Apple hefur innreið sína á markaðinn með streymisveitu í haust og verður um 250 milljörðum króna varið til efniskaupa. En hvað er næsta Game of Thrones? Líklega er svarið Game of Thrones. Það ætti ekki að koma á óvart að HBO mun áfram veðja á vinsældir hugarheims George R. R. Martin. Nú er kappinn að skrifa nýja þætti og reiknað er með að kostnaður við framleiðslu hvers þeirra verði á við dýrustu þáttaraðir. Star Wars, Game of Thrones og Lord of the Rings. Það er ekki beint verið að finna upp hjólið, en það verður öllum sama um það þegar tekjurnar streyma inn.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Game of Thrones Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við framleiðslu síðustu þáttaraðar Game of Thrones, sem lauk nú á sunnudaginn, hafi numið um 90 milljónum dollara, eða 11 milljörðum króna. Kostnaður hvers þáttar er með því mesta sem sést hefur og í fljótu bragði virðist sem læknaþættirnir ER séu einir um að hafa verið dýrari þegar mest lét. Þó að Game of Thrones hafi nú lokið göngu sinni er framleiðsla rándýrra sjónvarpsþátta rétt að byrja, enda vilja allir eignast sitt eigið Game of Thrones. Þannig er Jeff Bezos, eigandi Amazon, sagður hafa komist að orði í aðdraganda þess að greiddar voru 250 milljónir dollara fyrir framleiðslurétt þáttaraðar sem byggð verður á Hringadróttinssögu. Reiknað er með að framleiðslukostnaður þáttanna nemi um 750 milljónum dollara til viðbótar sem gerir þá tæplega tvöfalt dýrari en Game of Thrones. Disney ætlar sér auk þess stóra sneið af sjónvarpskökunni þegar nýrri streymisveitu fyrirtækisins, Disney+, verður hleypt af stokkunum í haust. Þá verða meðal annars Star Wars þættirnir um manninn frá Mandalore frumsýndir og mun hver hinna tíu þátta kosta 10 milljónir dollara. Með tilkomu Disney+ missir Netflix vinsælt dagskrárefni af veitu sinni en bætir upp fyrir það með því að verja hátt í 2.000 milljörðum króna í kaup á efni í ár. Apple hefur innreið sína á markaðinn með streymisveitu í haust og verður um 250 milljörðum króna varið til efniskaupa. En hvað er næsta Game of Thrones? Líklega er svarið Game of Thrones. Það ætti ekki að koma á óvart að HBO mun áfram veðja á vinsældir hugarheims George R. R. Martin. Nú er kappinn að skrifa nýja þætti og reiknað er með að kostnaður við framleiðslu hvers þeirra verði á við dýrustu þáttaraðir. Star Wars, Game of Thrones og Lord of the Rings. Það er ekki beint verið að finna upp hjólið, en það verður öllum sama um það þegar tekjurnar streyma inn.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar