27 flugfélög fljúga um Keflavík í sumar en ný farþegaspá liggur ekki fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 19:00 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Jói K. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. Frá áramótum hafa 578 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 7,9% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Í upphafi árs gaf Isavia út farþegaspá fyrir árið 2019 þar sem gert var ráð fyrir að WOW AIR myndi fljúga áfram. Þar var spáð lítillegri fækkun frá því í fyrra og að komu og brottfarafarþegum myndi fækka um tvö prósent. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR en flugfélagið var með allt að 30% af öllu flugi um Keflavíkurflugvöll. Þá kemur fram í svari frá Icelandair að enn ríki óvissa með hvenær kyrrsetningu Max Boeing vélanna verði aflétt. Flugfélagið tilkynnti í maí að það hefði leigt þrjár vélar í þeirra stað út september. Það má því leiða af því líkum að erfitt verði að gefa út nýja farþegaspá fyrr en niðurstaða í máli MAX Boeing vélanna liggur fyrir. Sumarið liggur hins vegar að mestu fyrir og í ár munu alls 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll eða einu færra en í fyrra. Af þeim hefur Transavia gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er jafnframt mögulegt að önnur flugfélög taki ákvörðun um að nýta stærri vélar en áður hafði verið ákveðið í einhverjar ferðir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. Frá áramótum hafa 578 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 7,9% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Í upphafi árs gaf Isavia út farþegaspá fyrir árið 2019 þar sem gert var ráð fyrir að WOW AIR myndi fljúga áfram. Þar var spáð lítillegri fækkun frá því í fyrra og að komu og brottfarafarþegum myndi fækka um tvö prósent. Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR en flugfélagið var með allt að 30% af öllu flugi um Keflavíkurflugvöll. Þá kemur fram í svari frá Icelandair að enn ríki óvissa með hvenær kyrrsetningu Max Boeing vélanna verði aflétt. Flugfélagið tilkynnti í maí að það hefði leigt þrjár vélar í þeirra stað út september. Það má því leiða af því líkum að erfitt verði að gefa út nýja farþegaspá fyrr en niðurstaða í máli MAX Boeing vélanna liggur fyrir. Sumarið liggur hins vegar að mestu fyrir og í ár munu alls 27 flugfélög fljúga um Keflavíkurflugvöll eða einu færra en í fyrra. Af þeim hefur Transavia gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er jafnframt mögulegt að önnur flugfélög taki ákvörðun um að nýta stærri vélar en áður hafði verið ákveðið í einhverjar ferðir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira