„Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2019 16:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Rakel Steinarsdóttir tók af urðunarsvæðinu á Vesturlandi. Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði. Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði.
Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent