Þriðjungur fengið fræðslu um áreitni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Ný könnun sýnir að þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Vísir/getty Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira