Um lof, last og bullyrðingar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 12:02 Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun