Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 09:07 Julian Assange mætir í dómsal í London. Getty/Jack Taylor Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent