Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 09:07 Julian Assange mætir í dómsal í London. Getty/Jack Taylor Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi sætt „sálfræðilegum pyntingum“ með því sem hann kallar ófrægingarherferð fjölmiðla, dómara og stjórnmálamanna gegn honum. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu Assange hæli í apríl en hann hafði þá hafst við í sendiráði landsins í London í um sjö ár. Breska lögreglan handtók Assange og var hann síðan dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Bandarísk yfirvöld krefjast framsals Assange en hann er ákærður fyrir birtingu á skjölum sem var stolið frá utanríkisþjónustu og hernaðaryfirvöldum þar. Rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Assange hefur verið tekin upp aftur í Svíþjóð. Nils Melzer, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, heimsótti Assange í öryggisfangelsi í London fyrr í þessum mánuði. Hann mótmælir því að Ástralinn verður framseldur til Bandaríkjanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Herra Assange hefur vísvitandi orðið fyrir stöðugt alvarlegi miskunnarlausri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu í mörg ár. Samanlögðum áhrifum þess er aðeins hægt að lýsa sem sálfræðilegum pyntingum,“ segir Melzer. Assange var sagður hafa verið of veikur til að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum fjarfundarbúnað í gær. Læknar sem sérhæfa sig í að rannsaka möguleg fórnarlömb pyntinga fylgdu Melzer í fangelsið og könnuðu ástand Assange. „Það var augljóst að heilsa herra Assange hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af gríðarlega fjandsamlegu og gerræðislegu umhverfi sem hann hefur orðið fyrir í mörg ár,“ segir Melzer. Þannig sýni Assange öll einkenni þess að hafa orðið fyrir sálfræðilegum pyntingum, þar á meðal óhófleg streita, viðvarandi kvíði og mikið sálfræðilegt áfall. Assange veik sér á sínum tíma undan því að vera framseldur til Svíþjóðar vegna nauðgunarmálsins. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu á meðan framsalsmálið var tekið fyrir á Bretlandi en leitaði þá hælis í sendiráði Ekvadors í London. Melzer heldur því einnig fram að Assange sé fórnarlamb opinberrar ófrægingarherferðar og ógnana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð og Ekvador. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, dómarar og háttsettir stjórnmálamenn hafi tekið þátt í þeirri herferð.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34 Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Lögmaður konu sem sakar stofnanda Wikileaks um nauðgun fór fram á að rannsókn yrði tekin upp aftur í kjölfar þess að hann er ekki lengur í skjóli í sendiráði Ekvadors. 13. maí 2019 09:34
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00