Heiðveig tekur annan formannsslag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. maí 2019 06:30 Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir Heiðveig María Einarsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands á ný. Heiðveig bauð sig fram til formanns í félaginu síðasta haust en var framboðslistum hennar hafnað af kjörstjórn. Skömmu síðar var henni síðan vikið úr félaginu. Félagsdómur dæmdi svo Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað því hann taldi að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu. Sjómannafélagið gaf það svo út í apríl að boðað yrði til kosninga og auglýstu eftir framboðum 16. maí síðastliðinn. Heiðveig bauð þá fram lista sinn en hann skipa hátt í 30 meðlimir félagsins. Nú eru þau á fullu að safna meðmælendum með listanum en til að framboðið verði samþykkt þarf það 100 meðmælendur. Í samtali við Fréttablaðið segir Heiðveig það vera tæpan þriðjung félagsmanna og meðmælasöfnunin sé því aðalatriðið svo að félagsmenn geti síðan valið á milli þeirra og sitjandi stjórnar í lýðræðislegum kosningum. „Það er algjört aukaatriði fyrir okkur hverjar niðurstöður þessara kosninga verða, í mínum huga er það allavega þannig,“ segir Heiðveig. „Fyrst og fremst þarf bara að kjósa í þessu félagi og þá ertu kominn með grunn til að vinna að málefnum sjómanna samkvæmt þeim málefnum og áherslum sem það framboð leggur upp með. Þá ertu allavega kominn með lýðræðislega kjörna forystu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands á ný. Heiðveig bauð sig fram til formanns í félaginu síðasta haust en var framboðslistum hennar hafnað af kjörstjórn. Skömmu síðar var henni síðan vikið úr félaginu. Félagsdómur dæmdi svo Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað því hann taldi að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu. Sjómannafélagið gaf það svo út í apríl að boðað yrði til kosninga og auglýstu eftir framboðum 16. maí síðastliðinn. Heiðveig bauð þá fram lista sinn en hann skipa hátt í 30 meðlimir félagsins. Nú eru þau á fullu að safna meðmælendum með listanum en til að framboðið verði samþykkt þarf það 100 meðmælendur. Í samtali við Fréttablaðið segir Heiðveig það vera tæpan þriðjung félagsmanna og meðmælasöfnunin sé því aðalatriðið svo að félagsmenn geti síðan valið á milli þeirra og sitjandi stjórnar í lýðræðislegum kosningum. „Það er algjört aukaatriði fyrir okkur hverjar niðurstöður þessara kosninga verða, í mínum huga er það allavega þannig,“ segir Heiðveig. „Fyrst og fremst þarf bara að kjósa í þessu félagi og þá ertu kominn með grunn til að vinna að málefnum sjómanna samkvæmt þeim málefnum og áherslum sem það framboð leggur upp með. Þá ertu allavega kominn með lýðræðislega kjörna forystu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira