Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 21:00 Flugbáturinn lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag Vísir/JóhannK Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugveislan á Reykjavíkurflugvelli sem hefur staðið yfir síðust daga með komu nokkrra þrista til landsins hélt áfram í dag þegar enn einn dýrgripurinn hafði viðkomu í Reykjavík. Á þriðja tímanum lenti Catalina-flugbátur sem var smíðuð árið 1941, sem gerir hana að einni elsta flughæfa flugbát sinnar tegundar og mun hann verða til sýnis á flughátíð á laugardag. Flugvélin kom frá Hollandi og tók flugferðin um sex klukkustundir en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Skipar mikilvægan sess í stríðssögunni „Ísland var gríðarlega mikilvægt í stríðinu. Þetta var útvarðarstöð fyrir bandaríska flotann og Konunglega flotann til að fljúga í suður og út yfir sjóinn, leita að kafbátum og verja skipalestir,“ segir Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með vélinni til landsins í dag. Catalínan kom síðast til landsins árið 2012. Af um þrjú þúsund og þrjú hundruð flugvélum sem smíðaðar voru eru aðeins um tuttugu eftir í flughæfu ástandi," segir Joshep. Flugáhugamenn sýndu vélinni á Reykjavíkurflugvelli mikinn áhuga enda dýrgripurinn með þeim merkilegri í flugsögunni.Er hún í góðu ástandi?"Þetta er sú besta í heimi af þessari gerð", segir Joshep.Er enn hægt að lenda henni á vatni?„Já, við vorum með hana á vatni fyrir tveim dögum. Við gerðum það í Hollandi, það eru góðar aðstæður þar. Við förum mjög varlega með hana, þetta er verðmætur gripur. En við höfum reyndasta fólk í heimi til að hjálpa okkur við það,“ segir Joshep.Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með flugvélinni til landsins í dagVísir/Stöð 2 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugveislan á Reykjavíkurflugvelli sem hefur staðið yfir síðust daga með komu nokkrra þrista til landsins hélt áfram í dag þegar enn einn dýrgripurinn hafði viðkomu í Reykjavík. Á þriðja tímanum lenti Catalina-flugbátur sem var smíðuð árið 1941, sem gerir hana að einni elsta flughæfa flugbát sinnar tegundar og mun hann verða til sýnis á flughátíð á laugardag. Flugvélin kom frá Hollandi og tók flugferðin um sex klukkustundir en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Skipar mikilvægan sess í stríðssögunni „Ísland var gríðarlega mikilvægt í stríðinu. Þetta var útvarðarstöð fyrir bandaríska flotann og Konunglega flotann til að fljúga í suður og út yfir sjóinn, leita að kafbátum og verja skipalestir,“ segir Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með vélinni til landsins í dag. Catalínan kom síðast til landsins árið 2012. Af um þrjú þúsund og þrjú hundruð flugvélum sem smíðaðar voru eru aðeins um tuttugu eftir í flughæfu ástandi," segir Joshep. Flugáhugamenn sýndu vélinni á Reykjavíkurflugvelli mikinn áhuga enda dýrgripurinn með þeim merkilegri í flugsögunni.Er hún í góðu ástandi?"Þetta er sú besta í heimi af þessari gerð", segir Joshep.Er enn hægt að lenda henni á vatni?„Já, við vorum með hana á vatni fyrir tveim dögum. Við gerðum það í Hollandi, það eru góðar aðstæður þar. Við förum mjög varlega með hana, þetta er verðmætur gripur. En við höfum reyndasta fólk í heimi til að hjálpa okkur við það,“ segir Joshep.Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með flugvélinni til landsins í dagVísir/Stöð 2
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38
Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08