Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 21:00 Flugbáturinn lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag Vísir/JóhannK Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugveislan á Reykjavíkurflugvelli sem hefur staðið yfir síðust daga með komu nokkrra þrista til landsins hélt áfram í dag þegar enn einn dýrgripurinn hafði viðkomu í Reykjavík. Á þriðja tímanum lenti Catalina-flugbátur sem var smíðuð árið 1941, sem gerir hana að einni elsta flughæfa flugbát sinnar tegundar og mun hann verða til sýnis á flughátíð á laugardag. Flugvélin kom frá Hollandi og tók flugferðin um sex klukkustundir en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Skipar mikilvægan sess í stríðssögunni „Ísland var gríðarlega mikilvægt í stríðinu. Þetta var útvarðarstöð fyrir bandaríska flotann og Konunglega flotann til að fljúga í suður og út yfir sjóinn, leita að kafbátum og verja skipalestir,“ segir Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með vélinni til landsins í dag. Catalínan kom síðast til landsins árið 2012. Af um þrjú þúsund og þrjú hundruð flugvélum sem smíðaðar voru eru aðeins um tuttugu eftir í flughæfu ástandi," segir Joshep. Flugáhugamenn sýndu vélinni á Reykjavíkurflugvelli mikinn áhuga enda dýrgripurinn með þeim merkilegri í flugsögunni.Er hún í góðu ástandi?"Þetta er sú besta í heimi af þessari gerð", segir Joshep.Er enn hægt að lenda henni á vatni?„Já, við vorum með hana á vatni fyrir tveim dögum. Við gerðum það í Hollandi, það eru góðar aðstæður þar. Við förum mjög varlega með hana, þetta er verðmætur gripur. En við höfum reyndasta fólk í heimi til að hjálpa okkur við það,“ segir Joshep.Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með flugvélinni til landsins í dagVísir/Stöð 2 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugveislan á Reykjavíkurflugvelli sem hefur staðið yfir síðust daga með komu nokkrra þrista til landsins hélt áfram í dag þegar enn einn dýrgripurinn hafði viðkomu í Reykjavík. Á þriðja tímanum lenti Catalina-flugbátur sem var smíðuð árið 1941, sem gerir hana að einni elsta flughæfa flugbát sinnar tegundar og mun hann verða til sýnis á flughátíð á laugardag. Flugvélin kom frá Hollandi og tók flugferðin um sex klukkustundir en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Skipar mikilvægan sess í stríðssögunni „Ísland var gríðarlega mikilvægt í stríðinu. Þetta var útvarðarstöð fyrir bandaríska flotann og Konunglega flotann til að fljúga í suður og út yfir sjóinn, leita að kafbátum og verja skipalestir,“ segir Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með vélinni til landsins í dag. Catalínan kom síðast til landsins árið 2012. Af um þrjú þúsund og þrjú hundruð flugvélum sem smíðaðar voru eru aðeins um tuttugu eftir í flughæfu ástandi," segir Joshep. Flugáhugamenn sýndu vélinni á Reykjavíkurflugvelli mikinn áhuga enda dýrgripurinn með þeim merkilegri í flugsögunni.Er hún í góðu ástandi?"Þetta er sú besta í heimi af þessari gerð", segir Joshep.Er enn hægt að lenda henni á vatni?„Já, við vorum með hana á vatni fyrir tveim dögum. Við gerðum það í Hollandi, það eru góðar aðstæður þar. Við förum mjög varlega með hana, þetta er verðmætur gripur. En við höfum reyndasta fólk í heimi til að hjálpa okkur við það,“ segir Joshep.Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með flugvélinni til landsins í dagVísir/Stöð 2
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38
Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08